Dorothée Kirch
Safnstjóri
doro(at)gamla.nylo.is

Sunna Ástþórsdóttir
Framkvæmdarstjóri
sunna(at)gamla.nylo.is

Birkir Karlsson
Safneignarfulltrúi
birkir(at)gamla.nylo.is

Almennar fyrirspurnir:
nylo(at)gamla.nylo.is

Stjórn
Dorothée Kirch – formaður stjórnar
Amanda Riffo
Anna Líndal
Claire Paugam
Kristín Rúnarsdóttir

Varastjórn
Auður Lóa Guðnadóttir
Daniel Reuter
Þorsteinn Eyfjörð

Hönnunarteymi
Studio – Studio
Arnar Freyr & Birna Geirfinnsdóttir

Nýlistasafnið var stofnað árið 1978 af breiðum hópi myndlistamanna, sumir hverjir höfðu verið meðlimir í SÚM og aðrir voru enn við nám. Nýló er listamannarekið safn og sýningarrými, vettvangur uppákoma, umræðna og gagnrýnar hugsunar.

Safnið er sjálfseignarstofnun og ekki rekið í hagnaðarskyni heldur í þágu framþóunar myndlistar. Fulltrúaráðið telur um 340 einstaklinga sem ár hvert kjósa úr sínum röðum meðlimi í stjórn safnsins.

Tilgangur með stofnun Nýlistasafnsins var fyrst og fremst að opna listheiminn á Íslandi fyrir nýjungum, með það að markmiði að gefa fleiri myndlistarmönnum kost á að vinna að list sinni hérlendis. Það varð fljótt mikilvægt hlutverk Nýlistasafnsins að koma íslenskri samtímalist á framfæri erlendis og einnig að kynna það markverðasta í erlendri list fyrir landsmönnum.

Nýlistasafnið varð þannig snemma að miðstöð fyrir nýja strauma og tilraunir í myndlist.

Margar sýningar í Nýlistasafninu hafa markað tímamót í íslenskri myndlistarsögu og það er ljóst að stofnun Nýlistasafnsins ýtti við opinberum söfnum og flýtti fyrir framþróun innan íslenska listaheimsins. Í sögu Nýlistasafnsins hefur starfsemi þess oft verið umdeild og sýningar og uppákomur hafa á tímum vakið hörð viðbrögð og deilur. Ætla má að Nýlistasafnið hafi átt mikinn þátt í að opna augu almennings fyrir afstæðri fagurfræði samtímalistar og breyttum viðfangsefnum myndlistarmanna í samtímanum.

Árið 2010 hlaut Nýlistasafnið íslensku safnaverðlaunin

Markmið Nýlistasafnsins eru að:

• vera miðstöð nýrra strauma og tilrauna í myndlist
• efla hugmyndafræðilega umræðu um samtímalist
• vera vettvangur fyrir unga myndlistarmenn
• gegna almennum skyldum listasafns um söfnun og miðlun
• safna og varðveita listaverk eftir velunnara safnsins
• styrkja stöðu sína sem helsta samtímalistastofnun landsins

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map