Án titils / Untitled
Ólafur Lárusson

Ritstjórar: Þorgerður Ólafsdóttir & Becky Forsythe
Hönnun: Studio – Studio
Þýðing: Kolbrún Ýr Einarsdóttir, Becky Forsythe
Próförk: Auður Aðalsteinsdóttir, Guðrún Inga Ragnarsdóttir, Elin Thordarson
Val á myndefni úr heimildasafni Ólafs Lárussonar: Þorgerður Ólafsdóttir & Becky Forsythe
Aðrar ljósmyndur: Vigfús Birgisson, Listasafn Íslands
íslenska / enska
bls. 184
230 x 170 mm

Verð: 4.900 ISK
Nýlistasafnið
2017

ISBN: 978-9935-24-167-2
Fáanleg
ORDER BOOK

Bókin Án titils / Untitled er gefin út í framhaldi sýningarinnar Rolling Line, sem opnaði nýtt rými Nýlistasafnsins í Marshallhúsinu þann 18. mars 2017.

Útgáfan inniheldur mikið magn myndefnis og heimilda frá vinnustofu Ólafs Lárussonar sem safninu var ánafnað síðastliðið ár frá fjölskyldu listamannsins.

Í bókinni er texti eftir Halldór Björn Runólfsson og viðtöl við vini Ólafs og samtímamenn. Þ.á.m. Hrein Friðfinnsson, Hildi Hákonardóttur, Kees Visser, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Níels Hafstein, Rúrí, Sigurð Guðmundsson og Þór Vigfússon.

Í textanum kemur einnig fyrir rödd listamannsins en brot úr viðtölum við Ólaf koma víða við ásamt krónólógíu yfir ævi listamannsins.

Þetta er í fyrsta sinn sem gefin er út bók um verk og feril Ólafs Lárussonar.

archive

S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið)

Ritstjórn: Bergsveinn Þórisson, Gunnhildur Hauksdóttir, Heiðar Kári Rannversson & Unnar Örn Auðarsson.
Próförk: Auður Aðalsteinsdóttir.
Þýðing: Helga Soffía Einarsdóttir.
Hönnuður: Arnar Freyr Guðmundsson
Ljósmyndari: Rafael Pinho
íslenska / enska
195 x 130 mm

Bókin er samvinnuverkefni Nýlistasafnsins og Minjasafn Reykjavíkur og gefin út í tilefni sýningarinnar S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið) sem var á dagskrá Listahátíðar 2014.

Verð: 3.500 ISK
Nýlistasafnið, Árbæjarsafn
2014

ISBN: 978-9979-72-599-3
Fáanleg
ORDER BOOK

Gallery Suðurgata 7
Frásögn af listamannareknu rými í Reykjavíkurborg á árunum 1977-1982.

Í útgáfunni sem kom út samhliða sýningunni er starfsemi Gallerís Suðurgötu 7 sem listamannareknu rými gerð góð skil. Verkefnið leiðir saman tvær ólíkar stofnanir, Nýlistasafnið og Minjasafn Reykjavíkur. Í Nýlistasafninu er heimildasafn um listamannarekin rými, þar sem m.a er að finna heimildir tengdar galleríi Suðurgötu 7. Minjasafn Reykjavíkur varðveitir húsið sjálft, Suðurgötu 7, sem var flutt í heilu lagi á Árbæjarsafn árið 1983 og þar má kynna sér sögu þess framundir aldamótin 1900.

Samantektin er frásögn um Gallerí Suðurgötu 7 sem er saman sett úr ýmsum verksummerkjum eftir starfsemina. Fyrst og fremst er stuðst við frumgögn um galleríið sem varðveitt eru í heimildasafni Nýló um listamannarekin rými. Þá voru tekin viðtöl við nokkra úr hópi gallerísins. Einnig var leitað til sýningarstaða erlendis þar sem galleríið hélt sýningar og loks var notast við ýmsar eftirheimildir lista- og fræðimanna, bæði innlendar og erlendar.

archive

Archive on the Run
2009-2013
Ritstjórn: Ármann Agnarsson, Gunnhildur Hauksdóttir, Gunndís Ýr Finnbogadóttir and Unnar Örn Auðarsson.
Þýðing og próförk: Auður Aðalsteinsdóttir & Dan Meththananda.
Hönnuður: Ármann Agnarsson
Enska
240 / 210 x 127mm

Verð 2.800 ISK
Nýlistasafnið
2013

ISBN: 978-9979-72-351-6
Fáanleg
ORDER BOOK

Archive on The Run, er verkefni sem Nýlistasafnið fór af stað með árið 2009 sem hluta af innri vinnu safnsins. Markmiðið var að taka púlsinn á starfseminni og móta framtíðarsýn safnsins. Í kjölfarið á útgáfu bókarinnar Nýlistasafnið, 1978-2008, var starfsemi safnins endurmetin og hlutverk og möguleikar Nýló kannaðir enn frekar. Sýningarstjórar og fagfólk frá Norðurlöndum og Íslandi voru kallaðir til og heimsóttu Nýló í undirbúningsvinnu, kynntu sér safneignina og starfshætti safnsins og áttu í samtölum við stjórn. Í mars 2012 var þátttakendum ásamt völdum hópi fólks boðið til umræðufundar þar sem opnað var fyrir ólíkar áherslur og túlkanir á starfsemi Nýlistasafnsins. Úr varð málstofa í Listaháskólanum í fjórum hlutum þar sem hugmyndir um starfsemi safna og sýningarstaða voru reifaðar með Nýlistasafnið sem útgangspunkt.

Útgáfunni Archive on the Run er ætlað að meta á gagnrýninn og skapandi hátt stöðu Nýló útfrá sögu þess og forsendum, og greina möguleika, tækifæri og hlutverk safnsins í dag. Höfundar tóku flestir þátt í málstofu og í umræðum og átti mikil hugmyndavinna sér stað með ritstjórn og þáverandi stjórnarmeðlimum. Í samtölum kviknuðu hugmyndir að textum, sýningum og verkum er beina sjónum að stöðu safnsins og stinga uppá nýjum möguleikum í starfsemi Nýló og safna- og sýningastarfsemi almennt.

archive

Margbreytilegar hugmyndir rata í bókina sem byggist upp á fjórum megin umræðuefnum; Áskorun gjafa-safneignar, spennan milli safns og sýningavettvangs, menningarleg vegavinna og andstæða stöðnunar, og að lokum samfélagið Nýló.

Höfundar Archive on the Run eru; Amy Howden-Chapman, Bjarki Bragason, Bergsveinn Þórsson, Birta Guðjónsdóttir, Elena Tzotzi, Gunndís Ýr Finnbogadóttir, Maja Bekan, Gunnhildur Hauksdóttir, Huginn Þór Arason, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Katrín Inga Jónsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir og Unnar Örn. Teikningarnar í bókini samanstanda af teiknidútli sem rataði á blöð á meðan á fundum stóð og eru eftir flest alla höfundana. Ein teikningin er af SÚM drauginum, en það er teikning frá árinu 2002 eftir Kristján Guðmundsson, birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

Nýlistasafnið /
The Living Art Museum
1978-2008
Ritstjóri: Tinna Guðmundsdóttir
Hönnuður: Ármann Agnarsson
íslenska & enska
350  / 250 x 200 mm / harðspjalda

Verð 5.000 ISK
Nýlistasafnið
2009

ISBN: 978 94 6208 068 3
Fáanleg
ORDER BOOK

Frá upphafi hefur Nýlistasafnið verið mikilvægur þáttur í íslensku samfélagi og menningarumhverfi. Safnið er stofnað og rekið af listamönnum og hefur sinnt hlutverki sínu sem sýninga- og umræðuvettvangur með því að skipuleggja alþjóðlega listviðburði og tengjast ýmsum menningarstofnunum innanlands sem utan.

Tilgangurinn með ritinu er að ná utan um sýningasögu safnsins og vera heimild um merka stofnun í myndlist samtímans. Með þessari útgáfu er skjala- og gagnasafn safnsins opnað og þannig er áhugasömum gefin innsýn í hvernig safnið hefur kynnt sig og starfsemi sína í gegnum tíðina. Í ritinu er að finna grunnupplýsingar um starfsemi og hlutverk safnsins og miðast uppsetning þess fyrst og fremst við að auðvelt sé að leita upplýsinga og hafa ánægju af um leið.

Ritið er mikilvægt uppflettirit fyrir alla þá hafa áhuga á samtímamyndlist, grafískri hönnun, menningar- og safnafræði.

book

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map