Bókaspjall með Rögnu Róbertsdóttur & Studio Studio

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á bókaspjall með Rögnu Róbertsdóttur og hönnuðunum Arnari Frey Guðmundssyni og Birnu Geirfinnsdóttur, fimmtudaginn 17. maí, milli 20:00 – 21:00 í Marshallhúsinu.

Arnar Freyr og Birna mynda saman Studio Studio og sáu um gerð bókarinnar ‘Ragna Róbertsdóttir Works 1984 – 2017’, sem var nýlega gefin út af bókaforlaginu Distanz í Berlín á sama tíma og sýning Rögnu, Milli fjalls og fjöru, opnaði í Nýlistasafninu.

Á fimmtudaginn munu Ragna, Arnar og Birna ræða um gerð bókarinnar, frá hugmyndavinnu að fullunnum prentgrip.

Helstu verkefni Studio Studio eru á sviði bókahönnunar, týpógrafíu, heildarútlits og ritstjórnar. Bókin er veglegt yfirlit um feril Rögnu Róbertsdóttur sem gefur heildstæða mynd af verkum hennar frá 9. áratugnum til dagsins í dag.

Sýningarstjórar sýningarinnar eru Þorgerður Ólafsdóttir & Becky Forsythe
Hönnun sýningar er í umsjón Ásmundar Hrafns Sturlusonar

Útgefandi bókarinnar er DISTANZ

Hægt er að nálgast eintak af bókinni í Nýlistasafninu á afar hagstæðu verði á meðan sýningu Rögnu, Milli fjalls og fjöru stendur, eða til 20 maí.

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map