DAUÐABANI vaktu yfir okkur – bók eftir heiðurslistamann Sequences

Út er komin bókin Dauðabanivaktu yfir okkur eftir Kristin Guðbrand Harðarson. Nýlistasafnið gefur bókina út í tengslum við listahátíðina Sequences, en Kristinn er heiðurslistamaður hátíðarinnar 2019.

Bókin er unnin upp úr grófu rissi sem höfundur hefur í allmörg ár krotað og skrifað óritskoðað í amstri dagsins, brot af öllum litlu mynda- og textabútunum sem eru á stöðugu flugi í umhverfi okkar, ytra og innra. Þetta eru orð og setningabrot sem óma í huganum og myndir dansa þar, sumar bein speglun að utan en aðrar koma úr minningarbanka og vinnsluferli hugans.

Bókin er til sölu í safnbúð Nýlistasafnsins, Books in the Back (Harbinger gallery) og helstu bókaverslunum Reykjavíkur.

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map