Nýlistasafnið býður ykkur á opnun sýningarinnar samfleytt sjálf handan árinnar (merking blámans) með nýjum verkum eftir Pál Hauk Björnsson.

Páll Haukur Björnsson (f. 1981) býr og starfar í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Hann stundaði nám við Listaháskólann, Háskóla Íslands og útskrifaðist með meistaragráðu frá California Institute of the Arts í Los Angeles árið 2013.

Opnun sýningarinnar er laugardaginn 27 ágúst kl. 16:00 í Völvufelli 13 – 21, Reykjavík.

Sýningin mun standa yfir til 9. október.


Páll hefur áhuga á hvernig reynsluheimur manneskjunnar umbreytist og hverfist milli einnar merkingarfræðilegrar myndbirtingar til annarar og hann fjallar stundum um hvernig það spilar saman með metafórísku táknmáli markaðshyggjunnar. Merking sem tilhneiging innan heims ólíkinda.

Páll er einnig hluti af samverunni N-o-NS … e; NSI / c :::: a_L sem gefur út ársrit undir sama heiti í Kaliforníu og víðar.


hnífur er
bein,
bein digg og
vina, graf morgun
graf bein,
blár eins og
hnöttur um-liggur,
um gröf
hunangs vin
spegils hnífur,
blámi digg speglun
graf morgun