Katrín Agnes Klar
Lukas Kindermann

Distant Matter (Fjarrænt efni)

19.01.2018 – 11.03.2018
Opnar föstudaginn 19. janúar. 2018

Í sýningarstjórn Becky Forsythe

Á sjóndeildarhringnum breiðast út andartök litbrigða og aragrúi stjarna ummyndar myrkrið hvítt. Fyrirfram gefnar hugmyndir um náttúruna og samstillta skynjun hversdagsins fjötra tímann og leiða okkur í gegnum þetta efni. Sjáum fyrir okkur möguleika framtíðarinnar, þó eins og við vildum helst sjá þá, í takmörkuðum og skammsýnum útfærslum. Svipmyndir af fjarlægð þeirra. Samansettar. Í bili.

Samofin augnablik á samofnum himni.

Distant Matter er fyrsta yfirgripsmikla samsýning Katrínar Agnesar Klar og Lukas Kindermann. Með aftengdum og endurröðuðum ásýndum efnis gegnum hvert og eitt verk, styðst sýningin við sendar upplýsingar, þrívíddarlíkön úr geimnum, íspinnalitaðar skjáhvílur og sjóndeildarhringi veggspjalda sem leið til að rýna í hversdagslega framsetningu og sem ferðalag um reglufast kerfi alheimsins.

Sýningin hlaut styrk frá Myndlistarsjóð


Katrín Agnes Klar (f.1985)
býr og starfar í München og Reykjavík

Verk Katrínar Agnesar Klar líta til augnablika, aðstæðna og náttúrulegra fyrirbæra, bæði tilviljunarkenndra og samansettra til að fanga hverfulleikann í umhverfi sínu, og eiga uppruna í ákveðinni fegurðar í hversdagsleikanum. Litir, efni, fjarlæg sjónarhorn og tilbúnar túlkanir verða viðmiðunarpunktar í tilraun til að víkka en jafnframt kanna mörk miðilsins.

Katrín hefur sýnt í Gerðarsafni, Moscow International Biennale for Young Art, Bókabúð – verkefnarými (Skaftfell), Badischer Kunstverein (Karlsruhe), Ve.Sch (Vín), Haus der Kunst (München), Betahaus (Berlín), Sequences Festival (utandagskrá), Kunstraum Morgenstrasse (Karlsruhe), National Centre for Contemporary Arts (St. Pétursborg) og Freies Museum (Berlín). Árið 2014 kom út bókin Democratic Moment með verkum Katrínar hjá Revolver Publishing í Berlín og árið 2016 var hún ein af listamönnunum sem Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar kynnti í bókinni Way Over. Katrín Agnes stundaði nám við Karlsruhe University of Arts and Design (ZKM) frá 2006 til 2011 og Listaháskólann í München til 2013, þar sem hún vinnur nú sem aðstoðarkennari.


Lukas Kindermann (f.1984)
býr og starfar í München og Reykjavík

Verk Lukas Kindermann reyna á mörk hefðbundinna framsetninga og aðferða, tækni, hins mannlega handbragðs og vilja. Með notkun fundins efnis, þekkingu og aðferða sem gera tilraunir til að ná utan um víðfeðma heima og geima, spegla verk Lukas alheiminn, efni hans, kortlagningu og fjarlæga tíma sem minnisvarða um fortíð framtíðarinnar.

Lukas hefur sýnt í Centre Pompidou (París), Kunsthalle Wien, Badischer Kunstverein (Karlsruhe), Kunstverein Wilhelmshöhe (Ettlingen), Haus der Kunst (München), National Centre for Contemporary Arts (St. Pétursborg), Bókabúð – verkefnarými (Skaftfell), og á Moscow Biennale for Young Art. Árið 2014 í tilefni einkasýningar hans í Kunsthalle Kempten gaf Revolver Publishing (Berlín) út Fragments of the Universe. Bókverkið Ground Motion Recording var gefið út arið 2017 af ´uns artbooks og var sýnt í Harbinger í Reykjavík og Broken Dimanche Press í Berlín. Lukas stundaði nám við Karlsruhe University of Arts and Design (ZKM) frá 2005 til 2010 og Listaháskólann í München til 2013. Siðan 2014 hefur hann verið aðstoðarkennari við Listaháskólann í München ásamt Peter Kogler, gestafyrirlesari við University of Television and Film (HFF) München síðan 2015 og nýlega gekk til liðs við ERES-Stiftung München sem aðstoðarsýningarstjóri.

Mynd: Katrín Agnes Klar og Lukas Kindermann, sýningarbrot, 2018.