DOUBLE BIND > > >
VILNIUS (14 okt — 11 nóv, 2015)
PABRADE (26 nóv — 10 des, 2015)
VISAGINAS (17 des, 2015 — 2 jan, 2016)
OSLO (21 jan — 4 feb, 2016)
REYKJAVIK (5 mars — 17 apr, 2016)

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á opnun sýningarinnar Double Bind, laugardaginn 5. mars í Völvufell 13-21, 111 Reykjavík, samsýning á verkum níu íslenskra og erlendra listamanna.

Rupert, center for Art and Education (Litháen), í samstarfi við Listaháskólann í Ósló / KHiO (Noregi) og Nýlistasafnið (Íslandi), kynna sýninguna Double Bind sem ferðast á milli fimm staða yfir sex mánuði.

Fyrsta sýningin opnaði í Vilníus 4 október 2015 í Rupert, áður en hún hélt áfram til Pabradė, Visaginas í Litháen, Ósló og nú að lokum til Reykjavíkur.


Double Bind er samsýning nýrra verkra sem hefur það að markmiði að endurvekja meðvitund um pólitísk áhrif á sálfræðimeðferðir og persónulega bresti.

Við gerð sýningarinnar var listamönnunum boðið að mistakast og vera varnarlaus í athugunum sínum á þunglyndi og tilfinningalegum hagkerfum í víðari skilningi. Við bjuggumst við opinberunum bæði í verkum, arkitektúr og sýningarstjórn; játningum í andstöðu við stífar skilgreiningar sálfræðilegrar sjúkdómavæðingar og þá hlutlausu orðræðu sem yfirleitt virðist einkenna þær. Úr þessu varð skipulagslaus sýning, stefnlaus og mótsagnakennd; sýning í sjálfheldu, svínafiturass og óbrenndur leir í þörmum.

brot úr texta eftir Maya Tounta

Á opnuninni í Nýló þann 5. mars mun Styrmir Örn Guðmundsson flytja verk sitt “Butterfly Blues”


Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru:

Valentina Desideri & Denise Ferreira da Silva
Morten Norbye Halvorsen
Styrmir Örn Guðmundsson
Berglind Jóna Hlynsdóttir
Juha Pekka Matias Laakkonen
Lina Lapelytė
Viktorija Rybakova
Augustas Serapinas

Sýningastjórn í umsjón Maya Tounta & Justė Jonutytė

Sem hluti af sýningunni verður gefið út rit með innleggi eftir Florian Cramer, Travis Jeppesen, Nina Power, Joshua Simon og Marina Vishmidt. Á meðan að sýningunni stóð í Pabradė og Visaginas var haldið námskeið í umsjón Augustas Serapinas og Felix Gmelin.

Samstarfsaðilar að verkefninu
http://www.khio.no/Engelsk/
http://www.rupert.lt