Tonlistargjörningur eftir
Önnu McCarthy og
Manuela Rzytki

18.08.2018
kl. 21:30 – 22:30

WHAT ARE PEOPLE FOR? er samstarf tónlistarmannsins Manuela Rzytki og listamannsins Anna McCarthy.

Verkefnið dregur titil sinn af útgáfu og listasýningu McCarthy og merking titilsins er lykillinn að innihaldi og texta verksins.

Hljóðheimur þeirra rekur rætur sínar til hip-hop tónlistar, með blöndu af lúppum, sömplum og lifandi söng og hljóðfæraleik þeirra beggja.


McCarthy notar myndvarpanir til að styðja við frásögn textans, sem eru fyndnar, herskáar, kynþokkafullar og

ástúðlegar barnavísur sem spyrja áhorfandann TIL HVERS ER FÓLK? Frasar á borð við „dularfullt kjöt“, „manndráps pizzavélar“, „sameiginlegir drónadraumar“ og „aftur til moldarinnar“ koma við sögu.

Viðburðurinn er sennilega ekki barnvænn, en hann er fyrir börn, því þið eruð öll börn og þetta er stór leikskóli sem snýst hring eftir hring eftir hring. Þetta er hip-hop en líka eins konar leiklestur, útvarpsleikrit, með hljóðeffektum, sem sækir áhrif sín til Missy Elliott, Raymond Scott, White Noise, The Goons, Ragamuffin, Sleaford Mods, Tyondai Braxton, Tagaq, Tipsy og The Moomins.


Anna McCarthy lærði við Kingston University of Art & Design, Akademie der Bildenden Künste München og Glasgow School of Art.
Síðustu ár hefur hún tekið þátt í sýningum í Bosníu og Hersegóvínu, München. Hún einskorðar sig ekki við eina aðferð heldur blandar saman innsetningum, tónlist, vídeólist, gjörningum, teikningum, klippimyndum og málverkum.

Manuela Rzytki er tónlistarmaður og hefur starfað með hljómsveitunum við PARASYTE WOMAN, LE MILLIPEDE, GRAG & die Landlergeschwister, KAMERAKINO og fjölmörgum leikhúsverkefnum við Residenztheater, Kammerspiele og Volkstheater í München og Staatschauspiel í Darmstadt og Köln.