Verið velkomin á opnun sýningar Amy Howden-Chapman, Sad Problem 16: Eating Oysters, laugardaginn 14. júní kl 17:00 í innra rými Kunstschlager, Rauðarárstíg 1.

Verkið er hluti af stærra sýningarverkefni, Sad Problems, þar sem Howden-Chapman skoðar staðbundin náttúruverndarmótmæli.

Verkefnið er á vegum Nýlistasafnsins í samstarfi við Kunstschlager.


Nýlistasafninu er einnig ánægja að bjóða ykkur að vera viðstödd gjörning Amy Howden-Chapman n.k. sunnudag, 15 júní, kl 16:30 í Gálgahrauni í Garðabæ. Gjörningurinn er hluti af dagskrá Nýlistasafnsins og er hluti af seríu verka Howden-Chapman sem nefnast einnig Sad Problems.

Verkið fjallar um hin flóknu átök sem eiga sér stað þar sem einkaaðilar og hagsmunir takast á um opinber rými og viðkvæm náttúruleg svæði. Gálgahraun er eitt þeirra svæða sem Howden-Chapman hefur unnið út frá.

Dagskráin tekur umþb 45mín og hefst við bílastæðið þar sem Vífilsstaðavegur og Hraunholtsbraut (Garðabæ) mætast.


Amy Howden-Chapman er myndlistarmaður og rithöfundur og fædd á Nýja-Sjálandi en býr og starfar í Los Angeles. Í verkum sínum notar hún tungumál, hreyfingu og inngrip í almenningsrými til þess að kanna breytingar í menningu, umhverfi og pólitík. Hún vinnur með gjörningaformið, vídeó og prentað efni.

Howden-Chapman er einn af stofnendum TheDistancePlan.org, samtökum sem vinna að því að vekja umræður innan listgreina um loftslagsbreytingar.