sara_draumveiðarinn

Já sýnum tilþrif og leggjum áherslu á undirmeðvitundina og brúkum litla skynsemi í lestri á myndum. Kannski verpir nýtingin hagnýtum tækifærum, óvarðar birtingar, óvæntar stöður. Ég tek sem dæmi meginstefnu markmiða súrrealista, en hún var einmitt með stofnfótinn í því að losa menn úr viðjum skynsemishyggju og smáborgarlegra lífshátta og gildismats. Máttur draumanna kom fram að degi til og ímyndunaraflið gat tengt saman hluti í daglegu lífi og sett í samhengi.


Súrrealisminn lifir er titill á gjörning sem listakonan Róska framdi árið 1996…þetta var síðasta verkið sem hún sýndi, án þess að nokkur vissi af því. Eitt kemur af öðru, annað kemur af hinu líkt og Dadaisminn, hann var leystur upp af Súrrealismanum strax eftir heimstyrjöldina fyrri. Gagnger endurnýjun á list og lífi, stéttlaus og kynhreint ríki. Andi hennar Rósku lifir, og lifir vel í íslensku myndlistarlífi og safneign Nýló og það er einmitt hann sem fékk mig til að setja þessi verk í samhengi. Ég er alltaf að minna mig á það að ég er listamaður að raða verkum inní sal. Þetta er tjáning á tilfinningu. Þetta er frelsi til að velja og hafna. Hvort sem það er með fagurfræðilegri ígrundun eða í hugmyndafræðilegum tilgangi eða bara – hey hvað er þetta!? Með áunnin og lærð skilyrði sýningarstjóra og muna, muna að lesa. Hvað gerist ef þetta verk er sett hér, og hitt er látið fara?


Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Valdís Óskarsdóttir, Sara Björnsdóttir

Óþekktur listamaður, Óþekktur listamaður, Ragna Hermannsdóttir og Ragnheiður Hrafnkelsdóttir.

Valdís Óskarsdóttir Everibadi love somebadi sometimes, ljósmynd á pappa. Ártal óþekkt

Ragna Hermansdóttir Án titils, tölvulistaverk, 12 myndir 2000 – 2001

Óþekktur höfundur Óþekktur titill og ártal Bók á borði

Sara Björnsdóttir Draumaveiðarinn / Dreamcatcher 1996 Upptaka af gjörning fenginn úr gjörningaarkífi Nýlistasafnsins

Ragnheiður Hrafnkelsdóttir Tyggjóstjarna 1996 Fyrirmælaverk