Fimmtudagurinn langi í ágúst

Fimmtudagurinn langi, 27. ágúst!


Opið til 22 og enginn aðgangseyrir á fjölda sýningarstaði í miðborginni

Á fimmtudaginn, 27. ágúst er langur fimmtudagur! Þá bjóða fjöldi safna og sýningarstaða í miðbænum upp á lengdan opnunartíma. Þá er tilvalið að bregða sér í snertilausan göngutúr, skoða fjölbreyttar listasýningar og heimsækja listamannarekin rými, gallerí og söfn. Enginn aðgangseyrir. 

Fimmtudagurinn langi 27. ágúst litast af fjölbreyttum, líflegum og snertilausum viðburðum. Þá stendur Listasafn Reykjavíkur fyrir leiðsögn um sýningu Gilbert & George í hafnarhúsinu, og um sýninguna Allt sem sýnist – Raunveruleiki á striga, á Kjarvalsstöðum. Vegna fjöldatakmarkana er skráning í báðar leiðsagnir nauðsynleg, og fer fram í gegnum heimasíðu safnsinsNúllið Gallerý opnar nýja sýningu Aniku L. Baldursdóttur, og í Gallerí Port verður lokahóf fyrir sýningu Ella Egilssonar, Efnisþættir. Samband Íslenskra Myndlistarmanna opnar sýningu á verkum þeirra listamanna sem hafa dvalið og starfað í gestavinnustofum SÍM í ágúst og Listasafn Íslands endurtekur leikinn frá seinasta langa fimmtudegi og leiðir áhugasama í listagöngu um Skólavörðuholtið. Í gluggagalleríinu Wind & Weather Window Gallery má skoða sýningu Freyju Eilíf, Millihlustargátt. Nóg verður um að vera í Marshallhúsinu: Í Kling og Bang verður performatíft listamannaspjall og leiðsögn með Anaira Omann, í Nýlistasafninu fylgja þeir Hallgrímur Helgason og Anton Helgi Jónsson gestum í ljóðaleiðsögn um sýningarsalinn og Studio Ólafs Elíassonar verður opið. 

Verið hjartanlega velkomin! 


Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar


map