Gjörningaarkíf Nýló nú aðgengilegt á heimasíðu

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að nú er Gjörningaarkíf Nýlistasafnsins aðgengilegt almenningi í gagnagrunni safna sarpur.is og einnig hér á heimasíðu okkar.

Mikil skrásetningarvinna liggur að baki þessu verkefni, þar sem allir munir í kössum Gjörningaarkífsins voru skráðir á sarpur.is, ljósmyndaðir og skannaðir. Einnig hefur langflest kvikmyndaefni verið yfirfært á stafræna miðla og er því auðveldara að bjóða uppá aðgengi að því sé þess óskað.

Skrásetningar vinnu er þó aldrei lokið og munum við halda áfram að betrumbæta og bæta við skráningu arkífsins rétt eins og safneignarinnar allrar.

Við viljum þakka starfsnemum okkar fyrir vinnu þeirra og sérstaklega viljum við þakka Linu Batov fyrir hennar vinnu við Gjörningaarkífið.

Smellið hér til að skoða Gjörningaarkífið. Góða skemmtun!

Verkefnið var styrkt af Safnasjóði.

Mynd: gjörningur eftir Huldu Hákon og Finnboga Pétursson


Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar


map