HAPPY PEOPLE – Reykkvöld á fimmtudögum

Verið velkomin á fyrsta Reykkvöldið á sýningunni Happy People í Nýlistasafninu, milli kl. 18 – 21

Fimmtudagskvöldið 29. júní verður gestum boðið að reykja myndlist eftir Hrafnhildi Helgadóttur, Mehraneh Atashi, Eggert Pétursson, Loidys Carnero og Hrein Friðfinnsson.

Í móðu og mekki óma seiðandi tónar Steingríms Teague og Kokteileðlunnar!

Grafík eftir Arnar Ásgeirsson (IS) og Michel Keppel (NL).

REYKDAGSKRÁ
29 júní – Hrafnhildur Helgadóttir (IS), Mehraneh Atashi (IR), Eggert Pétursson (IS), Loidys Carnero (CU), Hreinn Friðfinnsson (IS)
6. júlí – David Bernstein (US), Brynhildur Þorgeirsdóttir (IS), Geirþrúður Einarsdóttir (IS), Gylfi Sigurðsson (IS), Anna Hrund Másdóttir (IS), Guðmundur Thoroddsen (IS)
13. júlí – Lars TCF Holdhus (NO), Yosuke Amemiya (JP), Hildigunnur Birgisdóttir (IS) Žilvinas Landzbergas (LT), Eloise Bonneviot (FR)
20. júlí & 27. júlí – LOKA REYKSEREMÓNÍA
Darri Lorenzen (IS), Gustav Wideberg (SE), Juan-pedro Fabra Guemberena (UY/SE), Yaima Carrazana (CU), Yazan Khalili (PS)

Sýningin HAPPY PEOPLE býður uppá úrval listaverka sem hafa verið sköpuð fyrir þig til að eiga við og njóta.

Dularfullum skúlptúrum hefur verið komið fyrir í framúrstefnulegum vatnspípum og bíða þess að þú komir og reykir þá. Neytir þeirra og andir þeim að þér með ávaxtakeim. Reykingasermóníurnar eru tilraunir til að njóta listar á nýjan hátt.

Vikulega verður verkum í pípunum skipt út og með því myndast flæðandi hringrás í rýminu.

Á hverri reykingasermóníu verður dagskrá lifandi gjörninga og viðburða.

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map