Djúpþrýstingur: Kokteilakvöld

Auður Lóa Guðnadóttir &
Starkaður Sigurðarson

Lau / Sat – 14.07.2018
16:00 – 18:00

Auður Lóa og Starkaður bjóða gestum á kokteilakvöld í Nýlistasafninu sem er hluti af 40 ára afmælissýningu safnsins, Djúpþrýstingur. Boðið verður upp á drykki sem eru í samtali við verk þeirra, Helmingar sem búa ekki til heild.

Auður Lóa og Starkaður hafa unnið saman í sex ár sem listamenn og sýningarstjórar. Þau vinna verk saman, sér, í samvinnu við aðra listamenn og listrými, verk sem reyna að grafa holu í eitthvað óáþreifanlegt.

Verk unnin í ólíka miðla, ólík samhengi, en rýna samtímis í hvernig verkin tala, hvernig list talar, segir okkur eitthvað. Þau koma hvor með eigin rödd í samtalið sem svo verður þrenning samhliða hugsun, verki, miðli eða sýningarstað þeim sem staðið er fyrir framan. Þau eru vakandi fyrir sögu hugmyndarinnar, sögu staðarins, hlutarins og reyna að sjá þann nútíma sem við stöndum í sem þá samklessu tíðaranda og tvíræðrar hugsunar sem birtist okkur einstöku sinnum út úr þokunni.

Verið hjartanlega velkomin!

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map