Liminalities 04.11.2018

Nýlistasafnið og Listahátíðin Cycle bjóða ykkur velkomin á Liminalities, tónleika og myndlistarsýningu, sunnudaginn 4. Nóvember kl. 20:00 í Marshallhúsinu. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Liminalities er þverfaglegt verkefni sem byggist á samstarfi milli myndlistarmanna, tónlistarmanna og tónskálda. Þegar einblínt er á listsköpun á einu sviði er ávallt mikilvægt að kanna hvað á sér stað á öðrum sviðum.

Ferlin sem felast í sköpun tónlistar og myndlistar eru nauðalík og spyrja svipaðra spurninga. Bæði svið einkennast af leik og tilraunamennsku. Verk tónlistarmanna sem og myndlistarmanna ávarpa áhorfendur og áheyrendur en einnig rýmið í kringum sig. Í Liminalities er sjónlistin ekki uppfyllingarefni á tónleikum og tónlistin er ekki í bakgrunni á myndlistarsýningum. Hér fæðir sjónlistin tónlistina og tónlistin ber sjónlistina áfram. Þar með upplifa aðnjótendur verkin á annan hátt.

Samstarf þeirra myndlistarmanna, tónlistarmanna og tónskálda sem taka þátt í Liminalities hófst í Berlín árið 2015 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Ýmsir viðburðir svo sem vinnustofur, kynningar og tónleikar hafa verið haldnir þar sem tónlistarmenn, tónskáld og listamenn hafa hisst og saman þróað hugmyndir sem í senn endurspegla samband tónlistarinnar við tímann og efniskennd sjónlistarinnar. Tónleikarnir í Nýlistasafninu fagna afrakstri þessarar vinnu.

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map