Listamannaspjall 18.10.2018 – Annað Rými, Eygló Harðardóttir og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

Listamannaspjall
18.10.2018 kl. 20
Eygló Harðardóttir og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

Í tilefni af sýningunni Annað Rými eftir Eygló Harðardóttur býður Nýlistasafnið ykkur hjartanlega velkomin á listamannaspjall með Eygló og Guðbjörgu R. Jóhannesdóttur. Viðburðurinn hefst kl. 20:00 fimmtudaginn 18. október í Marshallhúsinu. Spjallið fer fram á íslensku og er opið öllum.

Verk Eyglóar á sýningunni Annað rými eru í stöðugri þróun. Á sinn hátt minnir ferlið á vöxt kristalla, sem kallar á viðbrögð umhverfisins við hverja hreyfingu og viðbótar örvun. Sumum verkanna tekst að ögra rýminu og gefa okkur hugmynd um aðra möguleika, á meðan önnur gefa því ákveðna staðfestingu og auka meðvitund okkar um það. Litir, efnisgerð og fundnir hlutir mynda áreynslulaust jafnvægi milli verkanna, þar sem þeim er raðað og mynda tímabundið annað rými.

Eygló vinnur gjarnan með fundin efni og beitir innsæi sínu þegar hún meðhöndlar efnivið verka sinna. Í vinnuferli sínu er hún ekki með fyrirfram ákveðnar væntingar um lokaútkomu í huga en þess í stað dregur hún hið óvænta fram á yfirborðið.

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map