Nýló starfsnám haust 2018

Nýlistasafnið leitar nú að starfsnema í móttöku safnsins frá og með hausti 2018

Hlutverk þessa starfsnema er að sitja yfir sýningar í sal Nýlistasafnsins í Marshallhúsinu, aðstoða gesti og gangandi, sem og vera starfsfólki innan handar við ýmis dagleg verkefni. Við óskum eftir einstaklingi sem er óhræddur við að sýna frumkvæði, hefur jákvætt hugarfar og á auðvelt með að vinna sjálfstætt.

Að jafnaði verja starfsnemar að lágmarki sex til átta vikur með safninu en viðvera er ákveðin í samráði við starfsfólk safnsins og í samræmi við kröfur þess náms sem neminn stundar. Þó er miðað er við að lágmarksvinnuskilda séu fimm tímar á dag, frá kl 13 til 18, frá þriðjudegi til föstudags. Að auki er óskað eftir aðstoð starfsnema við niðurtöku og uppsetningu sýninga, og viðveru eftir þörfum á viðburðum skipulögðum af safninu.

Vert er að hafa í huga að staðan er ólaunuð og ætluð nemum sem eru í námi og geta fengið reynslu sína metna til eininga. Auk þess getur Nýlistasafnið gefið starfsnemum sínum innsýn inn í heim samtímalistar í Reykjavík, tækifæri til tengslamyndunar, ásamt öðrum minniháttar fríðindum.

Áhugasamir sækja um með því að senda ferilskrá og kynningarbréf, ásamt upplýsingum um kröfur sem núverandi nám kann að gera til Nýlistasafnsins sem hluta af násmsreynslu umsækjanda á póstfangið nylo@gamla.nylo.is með fyrirsögninni Nýló internship 2018

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map