OBBSIDIAN©: VÖRUKYNNING – PARTÍ

OBBSIDIAN©: VÖRUKYNNING – PARTÍ / OBBSIDIAN©: PRODUCT LAUNCH – PARTY
Kristín Helga Ríkharðsdóttir
Lau / Sat – 04.08.2018
16:00 – 18:00

Verið velkomin á VÖRUKYNNINGU á skúlptúrunum OBBSIDIAN© í Nýlistasafninu. Viðburðinn er hluti af verki Kristínar Helgu Ríkharðsdóttur “If you can’t beat them – join them” sem sýnt er á 40 ára afmælissýningu safnsins, Djúpþrýstingur.

Boðið verður uppá léttar veigar á meðan á kynningu stendur og verða skúlptúrarnir til sölu á viðburðinum.

Í verkum sínum notast Kristín Helga við blöndu af ljósmyndum, vídeóum, innsetningum, skúlptúrum og hljóðum. Hún rannsakar umhverfi sitt og vinnur með samfélagið sem innherji, fullgildur meðlimur og þátttakandi. Kristín útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2016 og hefur síðan verið virk í listalífi á Íslandi og erlendis. Árið 2015 fór hún í skiptinám í Universität der Künste Berlin og flutti aftur til Berlínar veturinn 2016–17. Þar aðstoðaði hún meðal annars mynd- listar- og kvikmyndagerðarkonuna Brittu Thie við gerð þáttanna „The SUPERHOST“.

Meðal liðinna sýninga eru After Sun í at7 verkefnarými í Amsterdam 2018. Kristín hefur einnig verið með atriði á RAFLOST, raflistahátíðinni 2018, og haldið viðburð í Nýlistasafninu, Matarlausi Matarmarkaðurinn og RADIO SANDWICH 2017. Videóverk Kristínar hafa verið sýnd á alþjóðlegum kvikmynda- og videólistahátíðum og hafa þau meðal annars unnið verðlaunin „Best Experimental Short“ á Oaxaca FilmFest 2017 og West Virginia Mountaineer Festival 2017.

Verið velkomin!

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map