… og hvað svo? listamannaspjall með Libiu Castro og Ólafi Ólafssyni

Verið öll hjartanlega velkomin á listamannaspjall með Libiu Castro og Ólafi Ólafssyni í Nýlistasafninu fimmtudaginn 1. ágúst kl. 20:00. Tvíeykið mun meðal annars ræða verk sín á samsýningunni … og hvað svo? sem stendur nú yfir í safninu. Heitt á könnunni og ókeypis aðgangur!

Spjallað verður á ensku.

Á sýningunni … og hvað svo? mætast verk 12 listamanna sem hvert fyrir sig og í samtali sín á milli ávarpa hið yfirvofandi og rannsaka listina sem áhrifavald. Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru:

Andreas Brunner, Eva Ísleifs, Freyja Eilíf, Fritz Hendrik IV, Huginn Þór Arason, Libia Castro & Ólafur Ólafsson, Rebecca Erin Moran, Rúna Þorkelsdóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson, Þórður Ben Sveinsson

map