10. Nov. 2018 – Rými Listamanna, Samtal um Frumkvæði Listamanna

Rými listamanna býður uppá samtal um frumkvæði listamanna á Íslandi. Verkefni og rými stofnuð og rekin af listamönnum verða til umfjöllunar og framtíð þeirra rædd. Tilgangur samkomunnar er að undirstrika mikilvægi þess samstarfs sem á sér stað meðal listamanna í alþjóðlegu samhengi en sérstaklega verður litið til listasenunnar á Íslandi. Markmið málþingsins er að hvetja til íhugunar, vekja til umhugsunar og varpa fram spurningum sem tengjast frumkvæðum listamanna. Að rannsaka, ögra og endurskoða þá snertifleti, áskoranir og möguleika sem einkenna frumkvæði listamanna í dag og skoða tækifæri framtíðarinnar. Samkoman verður vettvangur til að styrkja tengslanetið, stuðla að samvinnu meðal listamanna, spá í framtíðina og gefa frumkvæði listamanna kastljósið. Við viljum skapa rými og þátttökuvettvang þar sem mælendur til jafns við gesti geta deilt sögum, áhyggjum, skoðunum og spurt spurninga sem brenna á.

Mark Cullen er listamaður, sýningarstjóri og frumkvöðull á sviði menningar. Árið 1996 var hann einn stofnenda Pallas Studios og er einn af stórnendum PP/S í dag. Hann hefur unnið í fjölda verkefna, má þar nefna Pallas Heights 2003-2006, Offside í Dublin City Gallery The Hugh Lane árið 2005, MAIM XI, sem hluta af sýningunni .all hawaii eNtrées / luNar reGGae í Nútímalistasafni Írlands IMMA árið 2006. Sem listamaður vinnur hann í ýmsa miðla og hefur sýnt list sína víða um heim, einkasýningar og einni sem hluti af hópnum Difference Engine.

Velkomin á gjörning og útgáfu bókar í OPEN, 10. Nóvember.

Í OPEN fer fram gjörningurinn 8th card & a monument for a fragile space eftir Nixe Kliff, sýning Lieselotte Vloeberghs Comforting thoughts + thoughts of awakening + messages of love” og kynning á bókinni „Maybe Its the Weather“ en útgáfan er samstarfsverkefni nokkurra listamanna; Ana Victoria Bruno (Argentina/Italy, based in Iceland), Sophie Durand (Australia, based in Iceland), Bronte Jonës (Australia, based in Scotland), Shannon Calcott (Australia), Liam Colgan (Australia), Ýmir Grönvold (Iceland) Juliane Foronda (Canada), Mark Ferkul (Canada), Natasha Lall (UK), Patricia Carolina (Mexico, based Iceland), Holly White (UK) and Lieselotte Vloeberghs (Belgium)

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map