Safnanótt 2020 í Marshallhúsinu

Safnanótt í Marshallhúsinu
Nýlistasafnið / Kling & Bang / Studio Ólafur Elíasson
7. febrúar 2020 kl. 18.00–21.00

Leiðsagnir og viðburðir í öllum rýmum

Nýlistasafnið, Kling & Bang og Stúdíó Ólafur Elíasson býður gesti velkomna í Marshallhúsið á Safnanótt 2020!

Valin verk úr gjörningaarkífi Nýlistasafnins verða dregin fram dagsljósið, í Kling og Bang verður þátttökugjörningur eftir Illona Valkonen endurtekinn og boðið verður upp á leiðsagnir um allt Marshallhúsið með viðkomu í Nýlistasafninu, Kling & Bang og Stúdíó Ólafur Elíasson. Þá munu gestir fá innsýn í yfirstandandi sýningar, sögu hússins og hlutverk þess í dag. Að vanda er ókeypis aðgangur í öll sýningarrýmin.

Viðburðir og sýningar á Safnanótt í Marshallhúsinu

Kl. 18:00 og 20:00
Leiðsagnir um Marshallhúsið og sýningar Nýló, Kling & Bang og Stúdíó Ólafs Elíassonar

Nýlistasafnið
Valin vídeó úr gjörningaarkífinu
Nokkur uppáhalds verk (http://www.gamla.nylo.is/events/nokkur-uppahalds-verk/)

Kling & Bang
Undir lok hverrar leiðsagnar verður þátttökugjörningur eftir Illona Valkonen endurtekinn, þar sem gestum er boðið að eiga nána stund með blómum.
Elämän vesi / Lífsins vatn / Water of Life (http://this.is/klingogbang)

Stúdíó Ólafur Elíasson
Leiðsögn um verk á vinnustofu listamannsins

Á Safnanótt 2020 verður opið til kl. 21:00 í öllum sýningarrýmum Marshallhússins, veitingastaðurinn La Primavera er opinn til kl. 22:30 og gestir eru hvattir til að nýta sér ferðir Safnanæturstrætós, sem ekur frítt milli allra safnanna á meðan á Safnanótt stendur.

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map