Nýlistasafnið gefur út bókina Án titils / Untitled

Án titils / Untitled
Ólafur Lárusson

Ritstjórn: Þorgerður Ólafsdóttir & Becky Forsythe
Hönnun: Studio – Studio
(Arnar Freyr Guðmundsson & Birna Geirfinnsdóttir)
Þýðing: Kolbrún Ýr Einarsdóttir, Becky Forsythe
Próförk: Auður Aðalsteinsdóttir, Guðrún Inga Ragnarsdóttir, Elin Thordarson
Val á heimildum úr arkífi Ólafs Lárussonar: Þorgerður Ólafsdóttir & Becky Forsythe
Aðrar ljósmyndir: Vigfús Birgisson, Listasafn Íslands
íslenska / enska
Prentun: ODDI
184 bls.
230 x 170 mm
Verð: 4.900 ISK
Upplag: 700

Útgáfan er styrkt af Safnaráði, Myndlistarsjóði, Bókmenntasjóði

PANTA BÓK

©
Nýlistasafnið / The Living Art Museum
2017

ISBN 978-9935-24-167-2

Föstudaginn 2. júní mun Nýlistasafnið gefa út bókina Án titils / Untitled sem tekur á verkum og heimildum um starf og framlag myndlistarmannsins Ólafs Lárussonar (1951 – 2014), einum af stofnanda Nýlistasafnins.

Bókin kemur út í framhaldi sýningarinnar Rolling Line sem stendur yfir í Marshallhúsinu fram til 11. júní.

Bókin Án titils inniheldur mikið magn myndefnis og heimilda frá vinnustofu Ólafs Lárussonar sem safninu var ánafnað síðastliðið ár frá fjölskyldu listamannsins. Í bókinni, sem er bæði á íslensku og ensku, er texti eftir Halldór Björn Runólfsson og viðtöl við vini Ólafs og samtímamenn. Þ.á.m. Hrein Friðfinnsson, Hildi Hákonardóttur, Kees Visser, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Níels Hafstein, Rúrí, Sigurð Guðmundsson og Þór Vigfússon. Í bókinni kemur einnig fyrir rödd listamannsins en brot úr viðtölum við Ólaf koma víða við ásamt krónólógíu yfir ævi listamannsins.

Þetta er í fyrsta sinn sem gefin er út bók um verk og feril Ólafs Lárussonar.

Ritstjórar bókarinnar eru Þorgerður Ólafsdóttir og Becky Forsythe, hönnun og uppsetning er í umsjón Studio – Studio, Arnars Freys Guðmundssonar og Birnu Geirfinnsdóttur.

Við vonum að með þessari útgáfu og sýningu á verkum og heimildum, sem spanna þó aðeins áratug af framlagi Ólafs til listarinnar, hafi þessum góða listamanni og félaga verið gerð betri skil.

,,Listaverk Ólafs hrífa okkur með sér á vit ævintýra og sagna, upp á heiði og út í móa. Ólafur var blátt áfram í list sinni og leitaðist við að brjóta hina hefðbundnu miðlaumgjörð svo verkin sjálf fengu vængi. Svo virðist sem málverkið hafi alla tíð verið honum eðlislægt þótt hann hafi varið nær öllum starfsferlinum í að spyrna gegn þeirri hvöt. Listaverkin sem endurspegla þá glímu eru því gjarnan hvað sérstæðust. Þau einkennast af tilraunamennsku og leikgleði og birtast okkur líkt og hending, fugl sem flýgur hratt hjá og fá okkur til að staldra við. Þetta gæti verið ástæðan bak við tímaleysi verka Ólafs og af hverju þau hrífa okkur jafn sterkt í dag og fyrir 40 árum.

Ef rýnin er ekki stöðug og virk verður sagan flöt og einsleit. Fyrir utan að safna samtímalist er eitt af helstu hlutverkum Nýlistasafnsins að skrásetja ákveðna anga sögunnar sem annars er hætt við að glatist. Með það að leiðarljósi varðveitir Nýlistasafnið efni úr vinnustofu Ólafs Lárussonar, listamanns sem á tilkall til mikilvægs kafla úr sögu og þróun myndlistar á Íslandi.

Ferðalaginu lýkur hérna í bili. Fyrir rúmum 40 árum stóð Ólafur uppi á brekku í fjarska, miðaði á okkur teygjubyssu og skaut hátt til lofts. Yfir fiðraðar mosabrekkur og svarthvítan regnboga. Við göngum inn í stóran, hvítan sal og yfir okkur rignir fíflavöndum og rósum. Á milli trjánna finnum við mörkin milli litskrúðs leikgleðinnar og svarthvítrar endurómunar. Það sem eftir stendur þegar allir trélitirnir í kassanum hafa klárast.“

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map