Til Fulltrúa Nýlistasafnsins: Opið fyrir umsóknir um sýningu í ágúst/september 2019

Nýlistasafnið kallar eftir umsóknum um sýningu í ágúst/september 2019.

Bæði einka- og samsýningar koma til greina.

Með umsókninni skal fylgja ferilskrá ásamt stuttri lýsingu á inntaki og efnistökum sem viðkomandi hyggst vinna út frá á fyrirhugaðri sýningu (hámark 250 orð). Tillagan skal einnig innihalda upplýsingar um tæknileg atriði og uppsetningu.Að auki skulu fylgja með fimm myndir af fyrri verkum. Fyrir tímatengd verk, myndbands eða hljóðverk skal setja inn hlekk sem leiðir beint á Vimeo, Youtube eða álíka veitur. Vinsamlegast sendið ekki myndbönd eða hljóðverk beint í tölvupósti; aðeins hlekki. Senda skal umsóknir og allt efni sem þeim viðkemur, utan tímatengdra verka, í einu samhangandi PDF skjali. Skjölin mega ekki vera stærri en 10 MB.

Umsóknir sem ekki fara eftir umbeðnum kröfum og leiðbeiningum eða í vantar einhver gögn verða ekki teknar til greina.

Stjórn Nýló velur úr umsóknum.

Umsóknir berist fyrir miðnætti, 16. desember 2018 á netfangið nylo@gamla.nylo.is merktar „umsókn_2019“. Ekki verður tekið við útprentuðum umsóknum. Fyrirspurnir berist á sama netfang.

Einungis umsóknir fulltrúa Nýlistasafnsins, sem greitt hafa árgjaldið 2018, verða teknar til greina. Hægt er að fá upplýsingar um aðild að Nýlistasafninu með því að senda tölvupóst á nylo@gamla.nylo.is.

Praktískar upplýsingar:

Umsóknarfresti lýkur: 16.12.18, kl 23:59

Svar við umsókn berst ekki seinna en 15.01.19

Sýningartímabil: Seinni partur ágúst til lok september

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map