Vídeókvöld með Duncan Campbell, Rachel MacLean og Beagles & Ramsay

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin að sjá vídeóverk eftir listamennina Duncan Campbell, Rachel MacLean og Beagles & Ramsay, í eina kvöldstund, fimmtudaginn 6. apríl milli kl. 20:00 – 21:00.

John Beagles & Graham Ramsay verða viðstaddir viðburðinn og munu halda stutt erindi um tilurð samstarf listamannanna ásamt því að svara nokkrum spurningum að sýningunn lokinni.

Nú þegar verulegulegar pólitískar breytingar eru í vændum og mikil óvissa ríkir í Bretlandi, mun þessi einnar nætur vörpun leiða saman þrjá listamenn sem búa í Skotlandi og vinna m.a. með vídeó.

Verkin sem sýnd verða á fimmtudagskvöldið, skoða vissa þætti stjórnmála og sjálfsmyndar þjóðar á tímamótum, ásamt því að rannsaka einstaka og sameiginlega þætti áhrifa og valds. Sum verkanna eru beint inngrip í sögulega og pólitíska orðræðu, á meðan önnur leggja fram annarskonar tilgátur og fara með áhorfendur í óvænt ferðalag.

DUNCAN CAMPBELL sýnir verkið Bernadette (2008, 37 mín), sem fjallar Bernadette Devlin, sósíalistann og fyrrum þingmann Norður-Írlands á 7. og 8. áratugnum.

Campbell vinnur á margvíslega hátt, meðal annars setur hann saman frásagnir sem minna á heimildamyndir úr heimildar/ fundnu myndefni. Hann byggir oft upp mynd af opinberum aðilum, með fundnu efni ásamt myndbrotum sem hann tekur upp sjálfur. Í myndum sínum, hefur Campbell meðl annars rannsakað efni og fólk í nánum tengslum við Norður-Írland og félagslega og pólitíska sögu landsins, þannig varpar hann fram annarri sýn á efnið sem almennt er ekki fjallað um í fjölmiðlum.

Árið 2013 sýndi Campbell fyrir hönd Skotlands á 55. Feneyjartvíæringnum og vann hin mikilsvirtu Turnerverðlaun árið 2014.

RACHEL MACLEAN sýnir verkið The Lion og Unicorn (Ljónið & Einhyrningurinn, 12mins), frá árinu 2012. Myndin er innblásin af landvættum Bretlands þar sem hið rauða ljónið táknar England og einhyrningurinn Skotland sem prýða skjaldarmerki eyjarinnar.

Ofurmettaðir, nammi-litaðir myndheimar kvikmynda Rachel MacLean eru búnir til með hjálp green screen tækni. Heimarnir eru uppfullir af furðufígúrum – hver og ein leikin af Maclean – þær eru innblásnar af ævintýrum, hryllingsmyndum og hæfileikaþáttum í sjónvarpi og eru beitt ádeila á menningu samtímans.

Rachel Maclean fer fyrir hönd Skotlands á Feneyjartvíæringinn í ár.

BEAGLES & RAMSAY sýna verkið Molar (5:35 mín, 2014) þar sem nett sljóvguð rödd leiðir áhorfendur gegnum myndina. Eigandi raddarinnar virðist þjást af eftirstöðum erfiðrar tannviðgerðar og sem og heilavirknin sjálf fer hrakandi.

John Beagle og Graham Ramsay hafa unnið saman sem tvíeykið Beagles & Ramsay síðan 1996. Verk þeirra hafa verið sýnd á alþjóðavettvangi, þar á meðal Feneyjatvíæringnum; MoMA PS1, New York; the Migros Museum, Zurich, the New Museum of Contemporary Art, New York; the ICA, London; og á Rotterdam International Film Festival. Þeir hafa einnig verið sýningarstjórar fjölda sýninga á undanförnum tuttugu árum.

Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map