Archive for January, 2016

Nýló, Kling & Bang and Ólafur Elíasson will move into the Marshall house

Jan 29 2016 Published by under Uncategorized

Á fundi borgarráðs í gær var tillagan samþykkt um Marshall húsið út á Granda sem mun hýsa sýningarrými Nýló, Kling og Bang gallerí og vinnustofu og sýningarrými Ólafs Elíassonar. Reykjavíkurborg mun leigja húsið til 15 ára. Á sama tíma verður opnaður veitingastaður á jarðhæð hússins með sérstaka áherslu á sjávarfang.

Hugmyndasmiðir Marshall hússins og hönnuðir eru Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason, arkitektar hjá KurtogPi. Samkvæmt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur fagnar hann því að samstarf hafi tekist um öfluga starfsemi í Marshall húsinu sem að verður án efa eitt mest spennandi myndlistar- og menningarhús borgarinnar og þó víðar væri leitað.

Árið 1948 hóst bygging síldarverksmiðju í Örfyrisey sem var að hluta fjármögnuð með Marshall aðstoð Bandaríkjanna eftir stríð og er nafn hússins því þaðan komið. Verksmiðjan var í notkun í um hálfa öld en hefur staðið auð undanfarin ár. HB Grandi á húsið og segir Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri fyrirtækisins að hann hlakki til að hefja framkvæmdir á húsinu og sjá líf færast í það á nýjan leik.

Áform hafa staðið í tvö ár um myndlistarstarfsemi í húsið en hugmyndin kemur til vegna fyrirsjáanlegrar vöntunar í miðbænum á listamannareknum rýmum.

Safneignin sjálf og sú aðstaða sem stjórn og starfsfólk Nýló hefur búið henni í Völvufellinu, mun halda kyrru fyrir í Breiðholtinu en verður opin eftir samkomulagi og þörfum.

Stjórn Nýló mun setja upp tvær sýningar í Núllinu næstkomandi apríl og júní áður en leigusamningnum við Reykjavíkurborg lýkur og eftir það er stefnin tekin út á Granda.

Stjórn og starfsfólk Nýlistasafnsins gleðst vitanlega yfir þessum fréttum! Ljóst er að róðurinn verður áfram þungur og ekki má slá slöku við. En safnið er nú búið að tryggja sér frábært sýningarými í lengri tíma en tíðkast hefur undanfarin 15 ár.

Nýlistasafnið eða Nýló, var stofnað árið 1978 af hópi 27 myndlistarmanna. Nýló er eitt elsta listamannarekna safn og sýningarrými í heiminum, vettvangur uppákoma, umræðna og gjörninga. Nýló hefur lengi verið miðstöð nýrra strauma og tilrauna í íslenskri og erlendri myndlist og hafa margar sýningar í Nýló markað tímamót í íslenskri listasögu. Ár hvert stendur Nýló fyrir öflugri sýningadagskrá auk þess að safna og varðveita listaverk og heimildum sem tengjast frumkvöðlastarfi innan íslenskrar myndlistar.

Kling & Bang gallerí var stofnað af tíu myndlistarmönnum í byrjun árs 2003 og hefur allar götur síðan verið listamannarekið gallerí (non profit). Stefna Kling & Bang er að sýna myndlist sem ögrar samhengi og innihaldi skapandi hugsunar. Það hefur vakið heimsathygli fyrir starfsemi sína og sýningar. Kling & Bang hefur alla tíð lagt áherslu á að bjóða upp á vettvang fyrir framúrskarandi sýningar og tilraunamennsku, jafnt með sýningum upprennandi listamanna og vel þekktra, hérlendra sem erlendra.

Listmaðurinn Ólafur Elíasson er þekktur á heimsvísu, verk hans eru í eigu helstu listasafna heims og eru sýningar hans afar vel sóttar. Uppspretta hugmynda Ólafs er ósjaldan náttúra Íslands, og sú birta og litir sem hér er að finna. Ólafur er með vinnustofur í Berlín og Kaupmannahöfn, en hyggst nú líka vera með aðstöðu í Marshall húsinu ásamt sýningarrými fyrir sérstök verk.

No responses yet

Visit us

Address

  • The Living Art Museum
  • The Marshall House
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Iceland

Opening hours

  • Wed to Sun 12 – 18
  • Closed on Mondays and Tuesdays

Public Transportation

  • Bus number: 14
  • Stop: Grandi

Contact

  • T: +354 551 4350
  • E: nylo(at)gamla.nylo.is

Book a guided tour

Information

map