Archive for June, 2020

Erling Klingenberg – Lokahóf

Jun 23 2020 Published by under Uncategorized

Erling Klingenberg

Lokahóf og listamannaspjall
 

Laugardaginn 27. júní kl. 16:00–19:00

Listamannaspjall kl. 16:00–17:00

Yfirlitssýning Erlings T. V. Klingenberg í Nýlistasafninu og Kling & Bang lýkur um helgina. Af því tilefni efnum við til lokahófs með listamannaspjalli á laugardaginn, 27. júní milli kl. 16:00–19:00 í Marshallhúsinu. Fyrsta klukkutímann munu Erling sjálfur og sýningarstjóri sýningarinnar, Daníel Björnsson, spjalla um sýninguna og taka við spurningum. Léttar veigar verða í boði.

Verið öll hjartanlega velkomin! 

Mynd með frétt: Erling T.V. Klingenberg, Asslick 25 cents, 1999. Ljósmynd: Vigfús Birgisson

No responses yet

Fimmtudagurinn langi

Jun 21 2020 Published by under Uncategorized

Síðasti fimmtudagur í hverjum sumarmánuði er fimmtudagurinn langi! 
 

Í sumar taka fjöldi safna og sýningarstaða í miðbænum sig saman og bjóða upp á á lengdan opnunartíma síðasta fimmtudagskvöld í júní, júlí og ágúst. Þar á meðal er Marshallhúsið og Nýlistasafnið. Þá er tilvalið að bregða sér af bæ og skoða fjölbreyttar listasýningar, kíkja við á vinnustofum listamanna, heimsækja listamannarekin rými, gallerí og söfn – og upplifa líflega myndlistarsenu miðborgarinnar! Enginn aðgangseyrir og boðið verður upp á ýmsar óvæntar uppákomur. Að auki verða sérstök tilboð á ýmsum kaffi- og veitingahúsum þessi fimmtudagskvöld. Dagskrána er að finna hér að neðan. Í Nýlistasafninu og Kling & Bang verður yfirlitssýning Erlings T. V. Klingenberg opin, en henni lýkur núna um helgina. Í Studio Ólafur Elíasson eru til sýnis verk eftir Ólaf Elíasson. Verið öll velkomin!

No responses yet

Sequences leitar að sýningarstjóra/sýningarteymi fyrir Sequences X

Jun 11 2020 Published by under Uncategorized

Stjórn Sequences real time art festival leitar að sýningarstjóra, sem mun vera í forsvari fyrir næstu útgáfu hátíðarinnar, Sequences X sem haldin verður í október 2021. 

Sequences real time art festival er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík, með sérstaka áherslu á verk í rauntíma og tímatengda miðla. Frá upphafi hefur verið lagt upp með að á hátíðinni ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Stofnaðilar og ábyrgðaraðilar Sequences eru Kling & Bang (st. 2003), Nýlistasafnið (st. 1978) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sequences er rekin án hagnaðarsjónarmiða. 

Við leitum að sýningarstjóra eða sýningarteymi sem getur glætt hátíðina nýju ljósi og um leið litið til sögu hátíðarinnar sem listamannarekið frumkvæði með áherslu á tímatengda miðla.

Sýningarstjórinn/teymið mun hafa yfirumsjón með öllu sem kemur að skipulagningu hátíðarinnar, allt frá hugmyndaramma og þema Sequences X og vali á listamönnum til fjáröflunar, framkvæmdar og lokaskýrslugerðar. Stjórn Sequences mun vera sýningarstjóra/teyminu innan handar á meðan á ferlinu stendur. 

Verkefni sem sýningarstjóri/teymið mun vinna að eru meðal annars:

  • Hugmyndavinna, þema, val á listamönnum og dagskrá hátíðar
  • Fjáröflun og fjármálastjórnun
  • Samskipti við listamenn og aðra þátttakendur
  • Ritstjórn sýningarskrár
  • Skipulag við uppsetningu og niðurtöku sýninga og viðburða
  • Samskipti við styrktaraðila og aðra samstarfsaðila
  • Miðlun hátíðar og samskipti við fjölmiðla
  • Niðurtaka og lokaskýrslur

Við leitum að aðila/um með sterka listræna sýn og reynslu af skipulagi menningarviðburða. Sequences X mun fara fram í október 2021, en nánari dagsetningar verða ákveðnar í samstarfi við þann sýningarstjóra eða það teymi sem verður fyrir valinu. Hátíðin mun spanna 10 daga (2 helgar, 5 virka daga) en sýningar hátíðarinnar geta varað lengur, í samráði við þá sýningarstaði sem verða fyrir valinu.

Fastir sýningarstaðir hátíðarinnar eru Kling & Bang og Nýlistasafnið, og hefð er fyrir því að hátíðin fari einnig fram í öðrum listamannareknum rýmum í Reykjavík. 

Umsóknarferli

Umsókn á að innihalda greinagóða lýsing á hugmynd (1bls), ferilskrá umsækjanda ásamt tillögu að tíma- og fjárhagsáætlun. Skjalið má ekki vera meira en 2 GB. 

Umsóknir sendist sem eitt sameinað pdf skjal á sequences@sequences.is fyrir miðnætti 3. ágúst 2020. Allar fyrirspurnir sendist á sama netfang og öllum spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er. 

Stjórn Sequences fer yfir innsendar umsóknir, og öllum umsóknum verður svarað eigi síður en 3. september 2020. Fyllsta trúnaðar verður gætt og stjórn Sequences áskilur sér rétt til að leita til annarra en umsækjenda. 

Nánari upplýsingar um Sequences real time art festival má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www. sequences.is

No responses yet

Visit us

Address

  • The Living Art Museum
  • The Marshall House
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Iceland

Opening hours

  • Wed to Sun 12 – 18
  • Closed on Mondays and Tuesdays

Public Transportation

  • Bus number: 14
  • Stop: Grandi

Contact

  • T: +354 551 4350
  • E: nylo(at)gamla.nylo.is

Book a guided tour

Information


map