Archive for ágúst, 2014

Síðasta sýningarvika S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið)

ágú 21 2014 Published by under Uncategorized

Senn líður að lokum sýningarinnar S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið) í Árbæjarsafni.

Sýningin og samnefnt rit sem kom út samhliða opnunni, sækir innblástur í starfsemi sem átti sér stað í galleríi við Suðurgötu 7 í miðbæ Reykjavíkur á árunum 1977 til 1982. Starfseminni var haldið úti af ungu listafólki sem stóð að afkastamikilli sýningarstarfsemi sem og útgáfu tímaritsins Svart á hvítu. Um er að ræða tilraun til að rýna í sögu gallerísins og stöðu innan íslenskrar listasögu, ásamt því að setja það í samhengi við samtímamyndlist dagsins í dag.

Fjórum ungum listamönnum var boðið að vinna ný verk fyrir sýninguna. Listamennirnir Erla Silfá Þorgrímsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Sæmundur Þór Helgason og Styrmir Örn Guðmundsson vinna verk sín inn í marglaga sögu hússins, arkitektúr þess og safnafræðilegt samhengi. Einnig hafa verið valin verk sem kallast á við þá sögulegu sviðsetningu sem sett hefur verið upp í húsinu; þau eru eftir listamennina Önnu Hrund Másdóttur, Örnu Óttarsdóttur, Arnar Ásgeirsson og Leif Ými Eyjólfsson.

Útgáfan er fáanleg í safnbúð Árbæjarsafns og kostar 2500 krónur. Bókin inniheldur grein um sögu þessa merkilega listamannarekna rýmis eftir Heiðar Kára, sýningaryfirlit á fimm ára starfstíma gallerísins og fjölbreytt úrval mynda frá starfseminni. Þar að auki má finna í útgáfunni verk eftir listamennina og myndir af sýningunni S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið).
Sýningin S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið) stendur til 31 ágúst.

Lifandi spunatónlist fyrir málverk

Sunnudaginn 24. ágúst klukkan 16:00 munu ýmsir tónlistamenn flytja lifandi spuna tónlist fyrir gesti og gangandi í Lækjargötu á Árbæjarsafninu. Gjörningurinn er hluti af verki Hrafnhildar Helgadóttur sem er einn listamanna sýningarinnar S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið). Flutt verða málverk úr safneign Nýlistasafnsins eftir Árna Ingólfsson, Ástu Ólafsdóttur og Kees Visser.

Tónlistar gjörningurinn er í samstarfi við Úsland, sem hefur verið leiðandi í upptöku og útgáfu á spunatónlistar á Íslandi síðustu ár.

Aðgangur er ókeypis á sunnudaginn

Fyrir nánari upplýsingar;
http://uslandrecords.bandcamp.com/
www.hrafnhildurhelgadottir.info

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

  • Nýlistasafnið
  • Marshallhúsið
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Ísland

Opnunartímar

  • mið til sun 12 – 18
  • lokað á mánudögum og þriðjudögum
  • Almenningssamgöngur

    • Strætó: 14
    • Stöð: Grandi

Hafðu samband

  • S: +354 551 4350
  • N: nylo(at)gamla.nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map