Archive for apríl, 2017

Rolling Line – Leiðsögn á sumardaginn fyrsta

apr 19 2017 Published by under Uncategorized

Opin leiðsögn um Rolling Line

– Fimmtudaginn 20. apríl kl. 20:00
– Nýlistasafnið, 2. hæð, Marshallhúsið
– Grandagarður 20, 101 RVK

Nýlistasafnið býður ykkur hjartanlega velkomin á leiðsögn um sýninguna Rolling Line með verkum eftir Ólaf Lárusson í Marshallhúsinu, á sumardaginn fyrsta.

Þorgerður Ólafsdóttir, formaður stjórnar Nýlistasafnsins og annar af sýningarstjórum Rolling Line, verður með leiðsögn um sýninguna á fyrsta degi sumars, fimmtudaginn 20. apríl, klukkan 20:00.

Leiðsögnin er ókeypis og opin öllum.
Happy Hour tilboð á Marshall Restaurant & Bar verða fram til klukkan 21:00.

Sýningin Rolling Line spannar rúman áratug af verkum og listheimildum eftir Ólaf Lárusson (1951 – 2014). Ólafur var afkastamikill listamaður og tók virkan þátt í að móta áherslur innan myndlistarsenunnar á Íslandi sem stóð á ákveðnum tímamótum um miðjan 8. áratuginn.

Ólafur var í hópi þeirra myndlistarnema sem sögðu sig úr námi við Myndlista – og handíðaskóla Íslands árið 1974 sökum stöðnunar og hélt út til Hollands í kjölfarið þar sem hann stundaði frekara nám við hinn virta Atelier ’63 í Haarlem. Ólafur útskrifaðist úr skólanum árið 1976 og flutti heim til Íslands sama ár þar sem honum var boðið að kenna kvikmyndagerð við Deild í mótun, nýja deild innan MHÍ, sem seinna var nefnd Nýlistadeild.

Ólafur var einn af stofnaðilum Nýlistasafnsins og var stórtækur í framgangi gjörningalistar á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem verk Ólafs eru sýnd saman í viðleitni til að draga upp heildræna mynd af afkastamestu árum listamannsins.

Á sýningunni eru verk eftir Ólaf í eigu Nýlistasafnsins, einnig Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Safnasafninu og Listasafni ASÍ, ásamt ótal verkum sem safnarar, vinir og vandamenn Ólafs, hafa góðfúslega lánað á sýninguna.

No responses yet

Vídeókvöld með Duncan Campbell, Rachel MacLean og Beagles & Ramsay

apr 03 2017 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin að sjá vídeóverk eftir listamennina Duncan Campbell, Rachel MacLean og Beagles & Ramsay, í eina kvöldstund, fimmtudaginn 6. apríl milli kl. 20:00 – 21:00.

John Beagles & Graham Ramsay verða viðstaddir viðburðinn og munu halda stutt erindi um tilurð samstarf listamannanna ásamt því að svara nokkrum spurningum að sýningunn lokinni.

Nú þegar verulegulegar pólitískar breytingar eru í vændum og mikil óvissa ríkir í Bretlandi, mun þessi einnar nætur vörpun leiða saman þrjá listamenn sem búa í Skotlandi og vinna m.a. með vídeó.

Verkin sem sýnd verða á fimmtudagskvöldið, skoða vissa þætti stjórnmála og sjálfsmyndar þjóðar á tímamótum, ásamt því að rannsaka einstaka og sameiginlega þætti áhrifa og valds. Sum verkanna eru beint inngrip í sögulega og pólitíska orðræðu, á meðan önnur leggja fram annarskonar tilgátur og fara með áhorfendur í óvænt ferðalag.

DUNCAN CAMPBELL sýnir verkið Bernadette (2008, 37 mín), sem fjallar Bernadette Devlin, sósíalistann og fyrrum þingmann Norður-Írlands á 7. og 8. áratugnum.

Campbell vinnur á margvíslega hátt, meðal annars setur hann saman frásagnir sem minna á heimildamyndir úr heimildar/ fundnu myndefni. Hann byggir oft upp mynd af opinberum aðilum, með fundnu efni ásamt myndbrotum sem hann tekur upp sjálfur. Í myndum sínum, hefur Campbell meðl annars rannsakað efni og fólk í nánum tengslum við Norður-Írland og félagslega og pólitíska sögu landsins, þannig varpar hann fram annarri sýn á efnið sem almennt er ekki fjallað um í fjölmiðlum.

Árið 2013 sýndi Campbell fyrir hönd Skotlands á 55. Feneyjartvíæringnum og vann hin mikilsvirtu Turnerverðlaun árið 2014.

RACHEL MACLEAN sýnir verkið The Lion og Unicorn (Ljónið & Einhyrningurinn, 12mins), frá árinu 2012. Myndin er innblásin af landvættum Bretlands þar sem hið rauða ljónið táknar England og einhyrningurinn Skotland sem prýða skjaldarmerki eyjarinnar.

Ofurmettaðir, nammi-litaðir myndheimar kvikmynda Rachel MacLean eru búnir til með hjálp green screen tækni. Heimarnir eru uppfullir af furðufígúrum – hver og ein leikin af Maclean – þær eru innblásnar af ævintýrum, hryllingsmyndum og hæfileikaþáttum í sjónvarpi og eru beitt ádeila á menningu samtímans.

Rachel Maclean fer fyrir hönd Skotlands á Feneyjartvíæringinn í ár.

BEAGLES & RAMSAY sýna verkið Molar (5:35 mín, 2014) þar sem nett sljóvguð rödd leiðir áhorfendur gegnum myndina. Eigandi raddarinnar virðist þjást af eftirstöðum erfiðrar tannviðgerðar og sem og heilavirknin sjálf fer hrakandi.

John Beagle og Graham Ramsay hafa unnið saman sem tvíeykið Beagles & Ramsay síðan 1996. Verk þeirra hafa verið sýnd á alþjóðavettvangi, þar á meðal Feneyjatvíæringnum; MoMA PS1, New York; the Migros Museum, Zurich, the New Museum of Contemporary Art, New York; the ICA, London; og á Rotterdam International Film Festival. Þeir hafa einnig verið sýningarstjórar fjölda sýninga á undanförnum tuttugu árum.

Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

  • Nýlistasafnið
  • Marshallhúsið
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Ísland

Opnunartímar

  • mið til sun 12 – 18
  • lokað á mánudögum og þriðjudögum
  • Almenningssamgöngur

    • Strætó: 14
    • Stöð: Grandi

Hafðu samband

  • S: +354 551 4350
  • N: nylo(at)gamla.nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map