Archive for október, 2018

Liminalities 04.11.2018

okt 31 2018 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið og Listahátíðin Cycle bjóða ykkur velkomin á Liminalities, tónleika og myndlistarsýningu, sunnudaginn 4. Nóvember kl. 20:00 í Marshallhúsinu. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Liminalities er þverfaglegt verkefni sem byggist á samstarfi milli myndlistarmanna, tónlistarmanna og tónskálda. Þegar einblínt er á listsköpun á einu sviði er ávallt mikilvægt að kanna hvað á sér stað á öðrum sviðum.

Ferlin sem felast í sköpun tónlistar og myndlistar eru nauðalík og spyrja svipaðra spurninga. Bæði svið einkennast af leik og tilraunamennsku. Verk tónlistarmanna sem og myndlistarmanna ávarpa áhorfendur og áheyrendur en einnig rýmið í kringum sig. Í Liminalities er sjónlistin ekki uppfyllingarefni á tónleikum og tónlistin er ekki í bakgrunni á myndlistarsýningum. Hér fæðir sjónlistin tónlistina og tónlistin ber sjónlistina áfram. Þar með upplifa aðnjótendur verkin á annan hátt.

Samstarf þeirra myndlistarmanna, tónlistarmanna og tónskálda sem taka þátt í Liminalities hófst í Berlín árið 2015 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Ýmsir viðburðir svo sem vinnustofur, kynningar og tónleikar hafa verið haldnir þar sem tónlistarmenn, tónskáld og listamenn hafa hisst og saman þróað hugmyndir sem í senn endurspegla samband tónlistarinnar við tímann og efniskennd sjónlistarinnar. Tónleikarnir í Nýlistasafninu fagna afrakstri þessarar vinnu.

No responses yet

Kvennafrí 2018: Nýlistasafnið lokar í dag kl 14:55

okt 24 2018 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið lokar í dag, miðvikudag 24. Október, kl: 14:55

Tímasetning Kvennafrís er reiknað út frá muni á atvinnutekjum karla og kvenna samkvæmt skattagögnum sem Hagstofan birtir, ekki út frá óútskýrðum launamun kynjanna.

Nánari upplýsingar á kvennafri.is og á facebook.com/kvennafri og twitter.com/kvennafri og fylgist með myllumerkinu #kvennafrí.

Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!

No responses yet

Listamannaspjall 18.10.2018 – Annað Rými, Eygló Harðardóttir og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

okt 18 2018 Published by under Uncategorized

Listamannaspjall
18.10.2018 kl. 20
Eygló Harðardóttir og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

Í tilefni af sýningunni Annað Rými eftir Eygló Harðardóttur býður Nýlistasafnið ykkur hjartanlega velkomin á listamannaspjall með Eygló og Guðbjörgu R. Jóhannesdóttur. Viðburðurinn hefst kl. 20:00 fimmtudaginn 18. október í Marshallhúsinu. Spjallið fer fram á íslensku og er opið öllum.

Verk Eyglóar á sýningunni Annað rými eru í stöðugri þróun. Á sinn hátt minnir ferlið á vöxt kristalla, sem kallar á viðbrögð umhverfisins við hverja hreyfingu og viðbótar örvun. Sumum verkanna tekst að ögra rýminu og gefa okkur hugmynd um aðra möguleika, á meðan önnur gefa því ákveðna staðfestingu og auka meðvitund okkar um það. Litir, efnisgerð og fundnir hlutir mynda áreynslulaust jafnvægi milli verkanna, þar sem þeim er raðað og mynda tímabundið annað rými.

Eygló vinnur gjarnan með fundin efni og beitir innsæi sínu þegar hún meðhöndlar efnivið verka sinna. Í vinnuferli sínu er hún ekki með fyrirfram ákveðnar væntingar um lokaútkomu í huga en þess í stað dregur hún hið óvænta fram á yfirborðið.

No responses yet

Bókakynning, 11. okt: We Are Here

okt 09 2018 Published by under Uncategorized

11.10.2018 kl. 20

Bókaútgáfa og örsýning
Listamannaspjall með Detel Aurand og Claudia Hausfeld

Unnur Jökulsdóttir verður með upplestur úr We are Here

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á útgáfuhóf bókarinnar We are Here eftir Detel Aurand fimmtudaginn 11. október í Marshallhúsinu. Í tilefni útgáfunnar ræðir Claudia Hausfeld við Detel Aurand um verk hennar og Unnur Jökulsdóttir les upp úr We are Here. Dagskráin hefst kl. 20 og mun listamannaspjallið fara fram á ensku. Í tengslum við útgáfuna má sjá örsýningu á verkum Detel Aurand í anddyri Nýlistasafnsins fram til 16. október.

Upphaf og endir, svart og hvítt, anda inn og anda út, elli og æska – og allt þar á milli. Þessi bönd, oft utan okkar sjónsviðs, kannar þýski listamaðurinn Detel Aurand í bókinni We are Here. Bókin spannar verk unnin í ýmsa miðla frá síðustu tuttugu árum, ljósmyndir frá persónulegu safni listamannsins sem og sjálfsævisögulegum texta um fjarsamband hennar og maka hennar, Jóns Sigurgeirssonar (1909-2003) sem þau áttu í á milli Íslands og Berlínar. Eins og titillinn gefur til kynna hverfist We are Here um tímaskynið. Getum við skyggnst inn í núið? Hvað er sýnilegt og hvað leynist í skugganum? Bókin er jafn persónuleg og hún er algild og fjallar um það hvernig hlutir og atburðir í heiminum tengjast og hvernig mörk og landamæri, sem virðast vera til staðar, leysast upp þegar við komumst í kynni við tímalausa fegurð.

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

  • Nýlistasafnið
  • Marshallhúsið
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Ísland

Opnunartímar

  • mið til sun 12 – 18
  • lokað á mánudögum og þriðjudögum
  • Almenningssamgöngur

    • Strætó: 14
    • Stöð: Grandi

Hafðu samband

  • S: +354 551 4350
  • N: nylo(at)gamla.nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map