Archive for september, 2020

Hjartsláttur – leiðsögn listamanns

sep 09 2020 Published by under Uncategorized

HJARTSLÁTTUR

yfirlitssýning Ástu Ólafsdóttur

Leiðsögn listamanns 

13. september kl. 14

Ásta Ólafsdóttur leiðir gesti um yfirlitssýningu sína í Nýlistasafninu sunnudaginn 13. september kl. 14. Það er ókeypis aðgangur og tekið vel á móti öllum. Leiðsögnin verður á íslensku. 

Sýningin Hjartsláttur leiðir saman verk frá rúmlega fjörutíu ára myndlistarferli Ástu, frá námsárum hennar til dagsins í dag. Öll endurspegla þau á sinn hátt óþreytandi eltingarleik Ástu við fjölbreyttar víddir veruleikans. Þá einkum það sem við getum ekki snert og eigum til að líta framhjá í dagsins önn og amstri. Þögnina, tómið, hljóð og tilfinningar, en líka vald, jafnvægi og aðra menningarheima. Aflgjafa sem skilja eftir sig ummerki. Þá verður augljós sú staðreynd að manneskjan er hluti af stærri heild og náttúran er aldrei langt undan. Hún er stöðug og síbreytileg í senn, traustur ferðafélagi. Eins og listin. 

Ljósmynd með frétt: Vigfús Birgisson

No responses yet

Opið fyrir umsóknir Open call دعوة†مفتوحة Otwarte zaproszenie

sep 08 2020 Published by under Uncategorized

Opið fyrir umsóknir um haustsýningu Nýlistasafnsins 2021

Open call
دعوة†مفتوحة
Otwarte zaproszenie

Undanfarin tvö ár hefur Nýlistasafnið leitað til félaga safnsins og kallað eftir tillögum að haustsýningu í safninu. Markmiðið með því ákalli hefur verið að víkka út sjóndeildarhring stjórnar og kynna fjölbreytileika íslenskrar myndlistarsenu fyrir almenningi. Í kjölfar þeirrar ólgu sem hófst með sterku og þörfu ákalli svartra og blandaðra minnihlutahópa í Bandaríkjunum sem nú hefur ýtt við flestum kimum heimsins hefur runnið upp fyrir stjórn safnsins að við höfum ekki náð fyllilega að endurspegla þá fjölbreyttu grósku sem einkennir listir og mannlíf hérlendis. Sem fyrsta skref í tilraun til að ýta undir fjölbreytni og þátttöku allra hefur stjórn Nýló ákveðið að leita víðar í þessu árlega ákalli um sýningartillögur:

Nú er opið fyrir umsóknir um haustsýningu Nýlistasafnsins fyrir árið 2021, og þessu ákalli er sérstaklega beint að einstaklingum og hópum hvers raddir hafa hingað til ekki fengið nægan hljómgrunn. Við hvetjum fólk af ólíkum uppruna og með ólíkan bakgrunn, hvort sem viðkomandi er aðili að Nýló eða ekki, að senda inn tillögu. Við leitum sérstaklega til hinsegin samfélagsins,íslendinga með erlendan uppruna og blandaða íslendinga, aðfluttra íslendinga og annarra sem finna sig á jaðrinum að deila með okkur sínum sjónarhornum. Til þess að tryggja fjölbreytileika og vinna gegn dulinni hlutdrægni hefur stjórn ákveðið að bjóða fleirum að borði í valnefnd.

Nýlistasafnið á að vera afl breytinga, bæði vegna stöðu Nýló sem viðurkennt safn og opinber stofnun, og í ljósi sögu safnsins. Megintilgangurinn með stofnun Nýlistasafnsins árið 1978 var fyrst og fremst að opna augu listheimsins og almennings fyrir nýjungum og breyttum viðfangsefnum myndlistarmanna í samtímanum og er eitt af markmiðum safnsins að þjóna sem vettvangur gagnrýnnar hugsunar og umræðu.

Með þessu opna umsóknarferli viljum við berjast gegn hvers slags mismunun sem á sér stað í samfélagi okkar í dag, kynþáttamisrétti og jaðarsetningu minnihlutahópa.

Við viljum beita okkur fyrir virkri þátttöku allra, berjast gegn þöggun og „við og hinir“ hugsunarhætti, bjóða frásagnir og viðfangsefni sem hingað til hafa verið hliðarsettar fremst á sögusviðið og gæta þess að við festumst ekki í orðræðu sem einfaldar sýn okkar á samfélagið. Með þessu ákalli viljum við stuðla að fjölradda, litskrúðugri og opinni listasenu.

Praktísk atriði

Bæði einka- og samsýningar koma til greina.

Með umsókninni skal fylgja ferilskrá ásamt stuttri lýsingu á inntaki og efnistökum sem viðkomandi hyggst vinna út frá á fyrirhugaðri sýningu (hámark 250 orð). Tillagan skal einnig innihalda upplýsingar um tæknileg atriði og uppsetningu. Að auki skulu fylgja með fimm myndir af fyrri verkum. Fyrir tímatengd verk, myndbands eða hljóðverk skal setja inn hlekk sem leiðir beint á Vimeo, Youtube eða álíka veitur. Vinsamlegast sendið ekki myndbönd eða hljóðverk beint í tölvupósti; aðeins hlekki. Senda skal umsóknir og allt efni sem þeim viðkemur, utan tímatengdra verka, í einu samhangandi PDF skjali. Skjölin mega ekki vera stærri en 10 MB.

Umsóknir sem ekki fara eftir umbeðnum kröfum og leiðbeiningum eða í vantar einhver gögn verða ekki teknar til greina.

Umsóknir berist fyrir miðnætti, 04. Október 2020 á netfangið nylo@gamla.nylo.is merktar „umsókn_2021“. Ekki verður tekið við útprentuðum umsóknum. Fyrirspurnir berist á sama netfang.

Í hnotskurn:

Umsóknarfresti lýkur: 04.10.20, kl 23:59

Svar við umsókn berst ekki seinna en tveimur vikum síðar.

Sýningartímabil: Haust 2021 (ágúst-september)

Smellið til að hlaða niður tilkynningum á ensku, pólsku og arabísku.

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

  • Nýlistasafnið
  • Marshallhúsið
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Ísland

Opnunartímar

  • mið til sun 12 – 18
  • lokað á mánudögum og þriðjudögum
  • Almenningssamgöngur

    • Strætó: 14
    • Stöð: Grandi

Hafðu samband

  • S: +354 551 4350
  • N: nylo(at)gamla.nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar


map