Archive for nóvember, 2018

Karíókí bar Laumulistasamsteypunnar

nóv 29 2018 Published by under Uncategorized

Laumulistasamsteypan tekur sér pásu frá kaffipásunni og opnar einnar kvöldstundar karíókí bar í Nýlistasafninu. Fimmtudaginn 29. nóvember kl. 19:00.

Hinn víðfrægi og víðförli kareoke bar Laumulistasamsteypunnar opnar dyr sínar í þriðja sinn nú á fimmtudaginn. Að þessu sinni verður barinn staðsettur í Nýlistasafninu en hann hefur áður skotið upp kollinum í gamla beituskúrnum í Hrísey og í At7 í Amsterdam.

Ballöður

Ástar / hatursbréf

Plötusnúðasett í Boiler Room stíl, eftir Sjoerd van Leeuwen

Kaffikokteilar

Sjóðheit skemmtiatriði

No responses yet

Rúmelsi #2: Kaffipása í boði Laumulistasamsteypunnar

nóv 23 2018 Published by under Uncategorized

Rúmelsi # 2:

KAFFIPÁSA

Laumulistasamsteypan

27.11.2018-02.12.2018

Verið hjartanlega velkomin á Rúmelsi #2 í Nýlistasafninu: Kaffipása í boði Laumulistasamsteypunnar. Á opnunartímum safnsins býðst gestum og gangandi að staldra við, í lengri eða styttri tíma, og taka sér pásu ásamt meðlimum samsteypunnar. Kaffipása Laumulistasamsteypunnar stendur yfir dagana 27. nóvember til 2. desember.

Þetta er alveg að bresta á, við erum að fara að gera eitthvað stórkostlegt bara eftir smááá stund, einn kaffibolla í viðbót. Og kannski tíu dropa til. Vætum kverkarnar og búum okkur undir þetta allt saman. Þetta stóra mikla sem gerist beint eftir pásuna. Þetta verður nefnilega alveg klikkað sko – á eftir – þegar allt fer á fullt. En það er ekki alveg strax því fyrst ætlum við að hella uppá könnuna. Blása úr nös. Ótrúleg uppfinning þetta svart-bauna-seyði, en maður verður að passa sig að horfa ekki of lengi ofaní þennan dökka vökva eða hann horfir til baka.

Fólk kunni ekki að taka pásur fyrr en kaffi kom til sögunnar og það hafði eitthvað afkastavænt að gera í pásunum. Loksins gat það sest niður undir því yfirskini að drekka kaffi, því það að setjast niður eitt og sér væri hneisa – athafnaleysi og vitleysa. Svo var til fólk sem drakk ekki kaffi svo það fann upp á sígarettunni í staðinn svo það gæti líka tekið pásur. Það er nefnilega um að gera að slappa aldrei of mikið af, eða sko aldrei vera alveg án verkefnis.

Laumulistasamsteypan býður þátttakendum uppá tækifæri til þess að breyta sínum skapandi vendipunkti um stund, marinerast með öðrum heilum og beina allri sinni orku og athygli að því verkefni sem liggur fyrir hverju sinni. Samsteypan getur virkað sem listrænt vítamín fyrir þátttakendur sem síast inn smám saman og látið á sér kræla á óvæntum sviðum, jafnvel mánuðum eftir að samvistinni lýkur.
Laumulistasamsteypan samanstendur af hópi listamanna sem dvelja árlega og tímabundið saman í Hrísey, í Eyjafirði. Hún er residensía, matarklúbbur, furðuverk, hátíð, gengi, óvarpaður raunveruleikaþáttur, leiðangur, kommúna, útvarpsstöð og stuðningshópur en kannski fyrst og fremst sumarbúðir fyrir friðlausa listamenn.

Ásgerður Birna Björnsdóttir og Helena Aðalsteinsdóttir stofnuðu Laumulistasamsteypuna árið 2014 en hún er síbreytileg amaba þar sem lögun hennar ræðst af þörfum hópsins og skipuleggjenda. Stundum teygir samsteypan anga sína út fyrir landsteinana en á öðrum tímum skreppur hún aftur saman í kjarnastærð.

Meðlimir Laumulistasamsteypunnar 2014-2018: Ástríður Jónsdóttir, Sjuul Joosen, Sara Björg Bjarnadóttir, Arna María Kristjánsdóttir, Helena Aðalsteinsdóttir, Susan van Veen, Ásgerður Birna Björnsdóttir, Borghildur Tumadóttir, Gunnar Gunnsteinsson, Catoo Kemperman, Timna Tomisa, Helene Johanne Christensen, Simon Becks, Gunnar Örn Egilsson, Harriet Lansdown, Bára Bjarnadóttir, Bergur Thomas Anderson, Simon Brinck, Minne Kersten, Logi Leó Gunnarsson, Una Björg Magnúsdóttir, Natasha Taylor, Sjoerd van Leuuwen, Kristján Guðjónsson, Hrefna Guðmundsdóttir, Anton Logi Ólafsson, Sophie Lingg, Annahita Asgari, Eline Harmse og Thom van Hoek.

No responses yet

Til Fulltrúa Nýlistasafnsins: Opið fyrir umsóknir um sýningu í ágúst/september 2019

nóv 19 2018 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið kallar eftir umsóknum um sýningu í ágúst/september 2019.

Bæði einka- og samsýningar koma til greina.

Með umsókninni skal fylgja ferilskrá ásamt stuttri lýsingu á inntaki og efnistökum sem viðkomandi hyggst vinna út frá á fyrirhugaðri sýningu (hámark 250 orð). Tillagan skal einnig innihalda upplýsingar um tæknileg atriði og uppsetningu.Að auki skulu fylgja með fimm myndir af fyrri verkum. Fyrir tímatengd verk, myndbands eða hljóðverk skal setja inn hlekk sem leiðir beint á Vimeo, Youtube eða álíka veitur. Vinsamlegast sendið ekki myndbönd eða hljóðverk beint í tölvupósti; aðeins hlekki. Senda skal umsóknir og allt efni sem þeim viðkemur, utan tímatengdra verka, í einu samhangandi PDF skjali. Skjölin mega ekki vera stærri en 10 MB.

Umsóknir sem ekki fara eftir umbeðnum kröfum og leiðbeiningum eða í vantar einhver gögn verða ekki teknar til greina.

Stjórn Nýló velur úr umsóknum.

Umsóknir berist fyrir miðnætti, 16. desember 2018 á netfangið nylo@gamla.nylo.is merktar „umsókn_2019“. Ekki verður tekið við útprentuðum umsóknum. Fyrirspurnir berist á sama netfang.

Einungis umsóknir fulltrúa Nýlistasafnsins, sem greitt hafa árgjaldið 2018, verða teknar til greina. Hægt er að fá upplýsingar um aðild að Nýlistasafninu með því að senda tölvupóst á nylo@gamla.nylo.is.

Praktískar upplýsingar:

Umsóknarfresti lýkur: 16.12.18, kl 23:59

Svar við umsókn berst ekki seinna en 15.01.19

Sýningartímabil: Seinni partur ágúst til lok september

No responses yet

10. Nov. 2018 – Rými Listamanna, Samtal um Frumkvæði Listamanna

nóv 09 2018 Published by under Uncategorized

Rými listamanna býður uppá samtal um frumkvæði listamanna á Íslandi. Verkefni og rými stofnuð og rekin af listamönnum verða til umfjöllunar og framtíð þeirra rædd. Tilgangur samkomunnar er að undirstrika mikilvægi þess samstarfs sem á sér stað meðal listamanna í alþjóðlegu samhengi en sérstaklega verður litið til listasenunnar á Íslandi. Markmið málþingsins er að hvetja til íhugunar, vekja til umhugsunar og varpa fram spurningum sem tengjast frumkvæðum listamanna. Að rannsaka, ögra og endurskoða þá snertifleti, áskoranir og möguleika sem einkenna frumkvæði listamanna í dag og skoða tækifæri framtíðarinnar. Samkoman verður vettvangur til að styrkja tengslanetið, stuðla að samvinnu meðal listamanna, spá í framtíðina og gefa frumkvæði listamanna kastljósið. Við viljum skapa rými og þátttökuvettvang þar sem mælendur til jafns við gesti geta deilt sögum, áhyggjum, skoðunum og spurt spurninga sem brenna á.

Mark Cullen er listamaður, sýningarstjóri og frumkvöðull á sviði menningar. Árið 1996 var hann einn stofnenda Pallas Studios og er einn af stórnendum PP/S í dag. Hann hefur unnið í fjölda verkefna, má þar nefna Pallas Heights 2003-2006, Offside í Dublin City Gallery The Hugh Lane árið 2005, MAIM XI, sem hluta af sýningunni .all hawaii eNtrées / luNar reGGae í Nútímalistasafni Írlands IMMA árið 2006. Sem listamaður vinnur hann í ýmsa miðla og hefur sýnt list sína víða um heim, einkasýningar og einni sem hluti af hópnum Difference Engine.

Velkomin á gjörning og útgáfu bókar í OPEN, 10. Nóvember.

Í OPEN fer fram gjörningurinn 8th card & a monument for a fragile space eftir Nixe Kliff, sýning Lieselotte Vloeberghs Comforting thoughts + thoughts of awakening + messages of love” og kynning á bókinni „Maybe Its the Weather“ en útgáfan er samstarfsverkefni nokkurra listamanna; Ana Victoria Bruno (Argentina/Italy, based in Iceland), Sophie Durand (Australia, based in Iceland), Bronte Jonës (Australia, based in Scotland), Shannon Calcott (Australia), Liam Colgan (Australia), Ýmir Grönvold (Iceland) Juliane Foronda (Canada), Mark Ferkul (Canada), Natasha Lall (UK), Patricia Carolina (Mexico, based Iceland), Holly White (UK) and Lieselotte Vloeberghs (Belgium)

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

  • Nýlistasafnið
  • Marshallhúsið
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Ísland

Opnunartímar

  • mið til sun 12 – 18
  • lokað á mánudögum og þriðjudögum
  • Almenningssamgöngur

    • Strætó: 14
    • Stöð: Grandi

Hafðu samband

  • S: +354 551 4350
  • N: nylo(at)gamla.nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map