Archive for janúar, 2019

Opið umsóknarferli – Valið úr innsendum tillögum

jan 31 2019 Published by under Uncategorized

Opið umsóknarferli – Valið úr innsendum tillögum

Karl Ómarsson
Maður grefur holu í garðinum sínum

fyrirhuguð opnun á Menningarnótt 2019

Það er Nýlistasafninu sönn ánægja að tilkynna um fyrirhugaða einkasýningu Karls Ómarssonar sem opnar í Marshallhúsinu á menningarnótt í ár. Undir lok seinasta árs óskaði Nýló eftir sýningartillögum frá fulltrúum safnsins við góðar undirtektir. Stjórn Nýló hefur nú farið yfir allar umsóknir og varð tillaga Karls Ómarssonar, sem ber vinnutitillinn Maður grefur holu í garðinum sínum, fyrir valinu.

Karl Ómarsson hefur á undanförnum árum búið og starfað í Suður Kóreu en er nú snúinn aftur til Íslands. Hann lagði stund á myndlist við Listaháskóla Íslands, University of the Arts í London og Hoegenschule vor der Bildende Kunst í Utrecht. Hann hefur sýnt á sam- og einkasýningum bæði hér á landi og erlendis, þó undanfarið hafi hann sýnt að mestu á alþjóðlegum vettvangi. Karl vinnur í fjölbreytta miðla með gjörninga, innsetningar og tvívíð verk en þau eiga það öll sameiginlegt að hverfast um óræðar aðstæður. Maður grefur holu í garðinum sínum sprettur upp úr vinnustofudvöl í Gobi eyðimörkinni þar sem Karl rannsakaði kynngimagnaða fjarveru. Fyrirbæri sem gefa sig ekki upp með afgerandi hætti frá neinu sjónarhorni en tifa á milli haldfastra eiginleika.

No responses yet

8. Febrúar – Leiðsögn Bjarka Bragasonar um sýninguna ÞRJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR

jan 22 2019 Published by under Uncategorized

Fimmtudagur 8. febrúar kl. 20
Leiðsögn Bjarka Bragasonar um sýninguna ÞRJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR

Velkomin á leiðsögn Bjarka Bragasonar um sýninguna ÞRJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR í Nýlistasafninu á Safnanótt, 8. febrúar kl. 20. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Í Nýlistasafninu standa nú yfir tvær sýningar, sýning Bjarka Bragasonar ÞRJÚÞÚSND OG NÍU ÁR og sýning Kolbeins Huga Cryptopia One: A Beginning Is A Very Delicate Time. Báðar sýningarnar beina sjónum okkar að náttúrunni og nærumhverfinu og rannsaka samband mannsins við umhverfi sitt, fólk og hluti í fortíð og nútíð. Listamennirnir beita þó afar ólíkum aðferðum og nálgast viðfangsefnið út frá ólíkum sjónarhornum og aðferðum. Þannig hvíslast verk beggja listamanna á um mismunandi tíma og leiðir til að tengja við og reyna að skilja þann heim sem umlykur okkur.

Sýningar eru opnar til klukkan 22:00 á Safnanótt

No responses yet

24. Janúar -Leiðsögn Listamanna: Kolbeinn Hugi og Bjarki Bragason

jan 22 2019 Published by under Uncategorized

Fimmtudagur 24. janúar kl. 18:00

Leiðsögn listamanna
Bjarki Bragason, ÞRJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR
Kolbeinn Hugi, Cryptopia One: A Beginning Is A Very Delicate Time

Velkomin í leiðsögn listamannanna Kolbeins Huga og Bjarka Bragasonar um sýningar þeirra í Nýlistasafninu. Fimmtudaginn 24. janúar kl. 18. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Báðar sýningarnar beina sjónum okkar að náttúrunni og nærumhverfinu og rannsaka samband mannsins við umhverfi sitt, fólk og hluti í fortíð og nútíð. Listamennirnir beita þó afar ólíkum aðferðum og nálgast viðfangsefnið út frá ólíkum sjónarhornum og aðferðum. Þannig hvíslast verk beggja listamanna á um mismunandi tíma og leiðir til að tengja við og reyna að skilja þann heim sem umlykur okkur.

No responses yet

TAKK FYRIR frábært partý

jan 10 2019 Published by under Uncategorized

Kæru félagar og vinir,

Bestu þakkir fyrir frábært partý síðastliðinn laugardag!
Þið eruð frábær. Áfram NÝLÓ !

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

  • Nýlistasafnið
  • Marshallhúsið
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Ísland

Opnunartímar

  • mið til sun 12 – 18
  • lokað á mánudögum og þriðjudögum
  • Almenningssamgöngur

    • Strætó: 14
    • Stöð: Grandi

Hafðu samband

  • S: +354 551 4350
  • N: nylo(at)gamla.nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map