Archive for ágúst, 2018

Djúpþrýstingur: Gjörningur II

ágú 03 2018 Published by under Uncategorized

Gjörningur II // Action II
Saga Sigurðardóttir
Fim / Thu – 08.08.2018
20:00 – 21:00

Eyða (viðkoma)

Í annað sinn í sumar mun Saga S.dóttir eiga við og endurskapa innsetningu sína Eyða (viðkoma) / Touching Blank, en verkið og gjörningurinn eru hluti af Djúpþrýstingi, 40 ára afmælissýningu Nýlistasafnsins.

Aftur verður leitað að ferskri nánd við innihald verksins og nýrri merkingu.

Saga S.dóttir er fædd í Reykjavík. Performans og sviðslistir hafa verið hennar meginsvið síðastliðinn áratug. Meðfram eigin verkum hefur hún starfað sem meðhöfundur og flytjandi í fjölda uppfærslna með framsæknum sviðslista- og gjörningahópum, meðal annars: Marmarabörnum (Marble Crowd), 16elskendum, Leikhúsi listamanna, Mér og vinum mínum, Wunderkind Collective og Gjörningaklúbbnum. Þá hefur hún sem performer og samverkakona ruglað reitum við ótal listamenn þvers og kruss um listfögin, komið fram á sviðslista-, myndlistar- og tónlistarhátíðum víðsvegar, m.a. með fjöllistakonunum Alexöndru Bachzetsis og Peaches, og er einnig meðlimur í performans-bandinu The PPBB.

Saga lauk meistaranámi í sviðslistum frá LHÍ 2017 og ber BA gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands. Hún lauk BA námi í samtímadansi og kóreógrafíu frá ArtEZ listaháskólanum í Hollandi 2006. Saga hefur um árabil verið reglulegur gestakennari við Listaháskóla Íslands og við LungA lýðháskólann á Seyðisfirði, en helstu viðfangsefni hennar þar eru samsköpun og líkaminn í sköpunarferlinu.

Verið velkomin!

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

  • Nýlistasafnið
  • Marshallhúsið
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Ísland

Opnunartímar

  • mið til sun 12 – 18
  • lokað á mánudögum og þriðjudögum
  • Almenningssamgöngur

    • Strætó: 14
    • Stöð: Grandi

Hafðu samband

  • S: +354 551 4350
  • N: nylo(at)gamla.nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map