Archive for mars, 2019

LOKAÐ MILLI SÝNINGA

mar 04 2019 Published by under Uncategorized

Lokað er á milli sýninga hjá Nýlistasafninu, safnið opnar aftur með einkasýningu Örnu Óttarsdóttur þann 14. Mars.

No responses yet

Lokahelgi sýninga og listamannaspjall með Bjarka Bragasyni

mar 02 2019 Published by under Uncategorized

Síðasta sýningahelgin

Listamannaspjall með Bjarka Bragasyni

03.03.19 kl. 15:00

Verið hjartanlega velkomin á listamannaspjall með Bjarka Bragasyni undir leiðsögn Sunnu Ástþórsdóttur sunnudaginn 3. mars kl. 15:00. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Spjallið fer fram á lokadegi sýningar hans ÞRJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR en þessa sömu helgi lýkur einnig sýningu Kolbeins Huga, Cryptopia One: A Beginning Is A Very Delicate Time. Safnið er opið laugardag og sunnudag frá 12-18.

Einkasýningar Kolbeins Huga og Bjarka Bragasonar eru báðar staðsettar í sýningarsal Nýlistasafnsins í Marshallhúsinu og bergmála sín á milli. Báðar rannsaka þær samband okkar við umhverfið, fólk og hluti í fortíð, nútíð og framtíð en listamennirnir nálgast viðfangsefnið út frá ólíkum sjónarhornum og aðferðum.

Með sýningunni ÞRJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR glímir Bjarki Bragason við áhrif nærumhverfisins á hann sjálfan, og aðra, á nánast umhverfisfræðilegan hátt meðan Kolbeinn Hugi nýtir sér framúrstefnu og vísindaskáldskap til að fletta dulunni af mögulegri framtíð með Cryptopia One: A Beginning Is A Very Delicate Time.

Þannig hvíslast verk beggja listamanna á um mismunandi tíma og leiðir til að tengja við og reyna að skilja þann heim sem umlykur okkur.

Í gegnum tíðina hafa leiðir þeirra Kolbeins Huga og Bjarka Bragasonar títt legið saman en þetta er í fyrsta sinn sem þeir opna samhliða sýningar í sama rýminu.

(Mynd: Vigfús Birgisson)

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

  • Nýlistasafnið
  • Marshallhúsið
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Ísland

Opnunartímar

  • mið til sun 12 – 18
  • lokað á mánudögum og þriðjudögum
  • Almenningssamgöngur

    • Strætó: 14
    • Stöð: Grandi

Hafðu samband

  • S: +354 551 4350
  • N: nylo(at)gamla.nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map