Archive for febrúar, 2020

Vegna veðurs opnum við kl 14:00 á morgun, föstudag 14. febrúar

feb 13 2020 Published by under Uncategorized

<!–:en–> Dear guests, because of very stormy and bad weather tomorrow, Friday the 14th, The Living Art Museum will open at 14:00. Please pay attention to weather reports and stay safe.
We are sorry for the inconvenience.

photo: From the exhibition Distant Matter by Katrin Agnes Klar & Lukas Kinderman<!–:–>

<!–:IS–> Kæru gestir. Vegna veðurs verður Nýlistsafnið lokað til kl: 14:00 á morgun, föstudag 14. febrúar. Fylgist vel með veðurfréttum og farið varlega.
Afsakið ónæðið.

Mynd: Frá sýningunni Distant Matter eftir Katrin Agnes Klar & Lukas Kinderman<!–:–>

No responses yet

Gjörningaarkíf Nýló nú aðgengilegt á heimasíðu

feb 07 2020 Published by under Uncategorized

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að nú er Gjörningaarkíf Nýlistasafnsins aðgengilegt almenningi í gagnagrunni safna sarpur.is og einnig hér á heimasíðu okkar.

Mikil skrásetningarvinna liggur að baki þessu verkefni, þar sem allir munir í kössum Gjörningaarkífsins voru skráðir á sarpur.is, ljósmyndaðir og skannaðir. Einnig hefur langflest kvikmyndaefni verið yfirfært á stafræna miðla og er því auðveldara að bjóða uppá aðgengi að því sé þess óskað.

Skrásetningar vinnu er þó aldrei lokið og munum við halda áfram að betrumbæta og bæta við skráningu arkífsins rétt eins og safneignarinnar allrar.

Við viljum þakka starfsnemum okkar fyrir vinnu þeirra og sérstaklega viljum við þakka Linu Batov fyrir hennar vinnu við Gjörningaarkífið.

Smellið hér til að skoða Gjörningaarkífið. Góða skemmtun!

Verkefnið var styrkt af Safnasjóði.

Mynd: gjörningur eftir Huldu Hákon og Finnboga Pétursson

No responses yet

Lestrarfélag Nýló: Karl Ómarsson

feb 04 2020 Published by under Uncategorized

Lestrarfélag Nýlistasafnsins

Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 kl. 20:30

Lesefni: The History of Things úr bókinni The Shape of Time: Remarks on the History of Things eftir George Kubler

Umsjón: Karl Ómarsson

Varða: Anna Líndal


Kæru lestrarfélagar,
Lestrarfélag Nýló heldur áfram á nýju ári og fyrsta lestrarkvöld ársins verður haldið 6. febrúar næstkomandi kl. 20:30. Að þessu sinni mun Karl Ómarsson leiða umræður, en hann hefur valið kaflann The History of Things úr bókinni The Shape of Time: Remarks on the History of Things eftir George Kubler.

Lesefnið má nálgast með því að skrifa tölvupóst á nylo(hjá)gamla.nylo.is. Hafi einhver áhuga á að lesa alla bókina er hún einnig aðgengileg í gegnum tölvupóst.

Lestrarfélag Nýlistasafnsins er samræðuvettvangur kollega sem kemur saman hálfsmánaðaralega í húsakynnum safnsins í Marshallhúsinu. Hverju sinni er ákveðið lesefni valið af umsjónaraðila rætt á breiðum grunni.

Við hlökkum til að sjá ykkur 6. febrúar í Marshallhúsinu!

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

  • Nýlistasafnið
  • Marshallhúsið
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Ísland

Opnunartímar

  • mið til sun 12 – 18
  • lokað á mánudögum og þriðjudögum
  • Almenningssamgöngur

    • Strætó: 14
    • Stöð: Grandi

Hafðu samband

  • S: +354 551 4350
  • N: nylo(at)gamla.nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar


map