Archive for júlí, 2019

Opnun …Og hvað svo?

júl 30 2019 Published by under Uncategorized

Verið velkomin á sýningaropnun … og hvað svo? fimmtudaginn 13. júní 2019 kl. 18:00.

Og hvað svo? Þessi orð fela í sér samtíning andstæðra tilfinninga. Undrun, uppgjöf, ótta og vanmátt. Tilhlökkun, gleði, spennu og von. Forvitni og afskiptaleysi. Þessir ólíku þræðir mætast allir í óvissunni.

Óvissunni um það sem hefði getað orðið, varð eða varð ekki og það sem koma skal.

Óvissu sem rífur okkur upp úr núinu og inn í annan tíma, á nýja áfangastaði og inn í aðrar mögulegar atburðarásir. Og hvað svo?

Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru:

Andreas Brunner, Eva Ísleifs, Freyja Eilíf, Fritz Hendrik IV, Huginn Þór Arason, Libia Castro & Ólafur Ólafsson, Rebecca Erin Moran, Rúna Þorkelsdóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson, Þórður Ben Sveinsson

Sýningarstjóri: Sunna Ástþórsdóttir

Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóð og Safnaráði

No responses yet

… og hvað svo? listamannaspjall með Libiu Castro og Ólafi Ólafssyni

júl 18 2019 Published by under Uncategorized

Verið öll hjartanlega velkomin á listamannaspjall með Libiu Castro og Ólafi Ólafssyni í Nýlistasafninu fimmtudaginn 1. ágúst kl. 20:00. Tvíeykið mun meðal annars ræða verk sín á samsýningunni … og hvað svo? sem stendur nú yfir í safninu. Heitt á könnunni og ókeypis aðgangur!

Spjallað verður á ensku.

Á sýningunni … og hvað svo? mætast verk 12 listamanna sem hvert fyrir sig og í samtali sín á milli ávarpa hið yfirvofandi og rannsaka listina sem áhrifavald. Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru:

Andreas Brunner, Eva Ísleifs, Freyja Eilíf, Fritz Hendrik IV, Huginn Þór Arason, Libia Castro & Ólafur Ólafsson, Rebecca Erin Moran, Rúna Þorkelsdóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson, Þórður Ben Sveinsson

No responses yet

… og hvað svo? leiðsögn á ensku

júl 10 2019 Published by under Uncategorized

Velkomin á leiðsögn á ensku um sýninguna … og hvað svo? fimmtudaginn 18. júlí kl. 16:00.

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

  • Nýlistasafnið
  • Marshallhúsið
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Ísland

Opnunartímar

  • mið til sun 12 – 18
  • lokað á mánudögum og þriðjudögum
  • Almenningssamgöngur

    • Strætó: 14
    • Stöð: Grandi

Hafðu samband

  • S: +354 551 4350
  • N: nylo(at)gamla.nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map