Archive for júlí, 2020

Fimmtudagurinn langi í júlí

júl 27 2020 Published by under Uncategorized

Fimmtudagurinn langi, 30. Júlí!  

Opið til 22 og enginn aðgangseyrir hjá fjölda sýningarstaða í miðborginni

Í sumar býður fjöldi safna og sýningarstaða í miðbænum upp á lengdan opnunartíma síðasta fimmtudagskvöld í júní, júlí og ágúst. Þá er tilvalið að bregða sér í göngutúr og skoða fjölbreyttar listasýningar, kíkja við á vinnustofum listamanna, heimsækja listamannarekin rými, gallerí og söfn – og upplifa líflega myndlistarsenu miðborgarinnar! Enginn aðgangseyrir og boðið verður upp á ýmsar óvæntar uppákomur.  

Dagskráin 30. júlí er fjölbreytt og lífleg. Þá verður opið til 22:00 á fjórtán sýningarstöðum í miðbænum. Vert er að taka fram að í Hverfisgallerí er yfirstandandi sýning, Houndshills, Houndshollows eftir Guðmund Thoroddsen opin til 21:00 og kvöldið í Kling & Bang í Marshallhúsinu verður líka með ólíku sniði. Þar opnar kl. 20:30 með gjörningi Arnar Alexanders Ámundasonar. Á vinnustofu Shoplifter (Hrafnhildar Arnardóttur) verður hægt að upplifa verk hennar Chromo Sapiens í sýndarveruleika, og hjá Sambandi Íslenskra myndlistarmanna verður opnun á samsýningu þeirra listamanna sem hafa dvalið og starfað í gestavinnustofum SÍM í júlí. 

Núllið gallerý opnar einnig nýja sýningu eftir Sölku Rósinkranz og Tótu Kolbeinsdóttur og Listasafn Íslands býður upp á listgöngu um sunnanvert Skólavörðuholt. Í Nýlistasafninu verður útgáfuhóf í tilefni af nýju bókverki eftir Fritz Hendrik IV og óformlegt listamannaspjall við nokkra af þeim listamönnum sem eiga verk á sýningunni Ný aðföng. Í Listasafni Reykjavíkur verður pop-up bar í Hafnarhúsinu og happy hour tilboð á Klambrar Bistro, Kjarvalstöðum. Í Gallerí Port verður yfirstandandi sýning listhópsins Kaktus opin, í i8 má sjá sýningu á verkum Ólafs Elíassonar, Handan mannlegs tíma. Í gluggagalleríinu Wind & Weather er sýningin Millihlustargátt eftir Freyju Eilíf og í Stúdíó Ólafs Elíassonar í Marshallhúsinu eru verk eftir listamanninn til sýnis. Í listamannarekna sýningarrýminu Harbinger standa listamennirnir Anna Hrund Másdóttir, Ragnheiður Káradóttir og Steinunn Marta Önnudóttir fyrir opinni tilraunastofu. 

Dagskrána í heild sinni er að finna á facebook viðburði fimmtudagsins langa. 
 

Verið hjartanlega velkomin! 

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

  • Nýlistasafnið
  • Marshallhúsið
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Ísland

Opnunartímar

  • mið til sun 12 – 18
  • lokað á mánudögum og þriðjudögum
  • Almenningssamgöngur

    • Strætó: 14
    • Stöð: Grandi

Hafðu samband

  • S: +354 551 4350
  • N: nylo(at)gamla.nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar


map