Archive for janúar, 2020

Safnanótt 2020 í Marshallhúsinu

jan 31 2020 Published by under Uncategorized

Safnanótt í Marshallhúsinu
Nýlistasafnið / Kling & Bang / Studio Ólafur Elíasson
7. febrúar 2020 kl. 18.00–21.00

Leiðsagnir og viðburðir í öllum rýmum

Nýlistasafnið, Kling & Bang og Stúdíó Ólafur Elíasson býður gesti velkomna í Marshallhúsið á Safnanótt 2020!

Valin verk úr gjörningaarkífi Nýlistasafnins verða dregin fram dagsljósið, í Kling og Bang verður þátttökugjörningur eftir Illona Valkonen endurtekinn og boðið verður upp á leiðsagnir um allt Marshallhúsið með viðkomu í Nýlistasafninu, Kling & Bang og Stúdíó Ólafur Elíasson. Þá munu gestir fá innsýn í yfirstandandi sýningar, sögu hússins og hlutverk þess í dag. Að vanda er ókeypis aðgangur í öll sýningarrýmin.

Viðburðir og sýningar á Safnanótt í Marshallhúsinu

Kl. 18:00 og 20:00
Leiðsagnir um Marshallhúsið og sýningar Nýló, Kling & Bang og Stúdíó Ólafs Elíassonar

Nýlistasafnið
Valin vídeó úr gjörningaarkífinu
Nokkur uppáhalds verk (http://www.gamla.nylo.is/events/nokkur-uppahalds-verk/)

Kling & Bang
Undir lok hverrar leiðsagnar verður þátttökugjörningur eftir Illona Valkonen endurtekinn, þar sem gestum er boðið að eiga nána stund með blómum.
Elämän vesi / Lífsins vatn / Water of Life (http://this.is/klingogbang)

Stúdíó Ólafur Elíasson
Leiðsögn um verk á vinnustofu listamannsins

Á Safnanótt 2020 verður opið til kl. 21:00 í öllum sýningarrýmum Marshallhússins, veitingastaðurinn La Primavera er opinn til kl. 22:30 og gestir eru hvattir til að nýta sér ferðir Safnanæturstrætós, sem ekur frítt milli allra safnanna á meðan á Safnanótt stendur.

No responses yet

Opið fyrir umsóknir um starfsnám í Nýlistasafninu

jan 31 2020 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið leitar eftir starfsnema fyrir tímabilið maí- september. Um er að ræða aðstoðamann sýninga/skrifstofu.
Nánari upplýsingar um verkefni á þessu tímabili má fá hjá framkvæmdarstjóra safnsins í tölvupósti: kolbrun(at)gamla.nylo.is

Æskilegt er að starfsnemar geti starfað við safnið í minnst þrjá mánuði og 25 klukkustundir á viku. Þriggja mánaða starfsnám gefur góða sýn á starfsemi safnsins, sýningagerð frá upphafi til enda og hversdagsleg viðfangsefni safnsins.

Starfsnám er ólaunað og hvetjum við áhugasama að leita styrkja til viðveru sinnar hjá safninu.

Sendið umsókn til nylo(at)gamla.nylo.is

No responses yet

Takk fyrir að fagna með okkur !

jan 12 2020 Published by under Uncategorized

Kæru fulltrúar, vinir og aðrir gestir. Takk kærlega fyrir að fagna með okkur 42 árum Nýló og nýja árinu þann 4. janúar síðastliðinn. Veislan var sérlega vel heppnuð og viljum við starfsfólk og stjórn þakka eftirtöldum aðilum og listamönnum/hópum kærlega fyrir aðstoðina:

Sean Patrick O’Brien
Himbrimi Gin
Hrafnhildur Shoplifter
Tara og Silfrún (Tara Njála Ingvarsdóttir & Silfrún Una Guðlaugsdóttir)
Andrea Volpi
Sigurdur Trausti Traustason

** Dj Höggó ** Myndhöggvarafélagið Í Reykjavík
** Dj Kling & Bang ** Kling & Bang
** We Are Not Romantic **
** Holdgervlar **
** Geigen **
** SODDILL **
** AXIS DANCEHALL**
** Bjartar sveiflur**

Einnig viljum við þakka fyrir árið 2019, öllum þeim félagsmönnum, listamönnum, sýningarstjórum, vinum, velunnurum og gestum fyrir að gerðu árið svona fjölbreitt og skemmtilegt. Við tökum vel á móti árinu 2020 !

No responses yet

Lokað milli sýninga

jan 07 2020 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið er lokað milli sýninga. Við opnum aftur föstudaginn 10. janúar með fyrstu sýningu ársins 2020. Sú sýning ber titilinn Nokkur uppáhalds verk og spannar verk úr safneign Nýló.

No responses yet

Á Skjön – heimildamynd um verk og daga Magnúsar Pálssonar

jan 02 2020 Published by under Uncategorized

Við viljum vekja athygli á myndinni Á Skjön sem nú er sýnd í Bíó Paradís.

Myndin fjallar um verk og daga Magnúsar Pálssonar en hann er einn af stofnendum Nýlistasafnsins.
Myndin verður sýnd í Bíó Paradís til 8. janúar næstkomandi, því er tilvalið að næla sér í miða sem fyrst.

Leikstjóri myndarinnar er Steinþór Birgisson og framleiðandi er Sigurður Ingólfsson.

Hér má sjá á umfjöllun í Menningunni á RÚV (2:20-4:38 min) og hér má hlusta á umfjöllun Víðsjá á Rás 1 (fyrsti liður)

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

  • Nýlistasafnið
  • Marshallhúsið
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Ísland

Opnunartímar

  • mið til sun 12 – 18
  • lokað á mánudögum og þriðjudögum
  • Almenningssamgöngur

    • Strætó: 14
    • Stöð: Grandi

Hafðu samband

  • S: +354 551 4350
  • N: nylo(at)gamla.nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map