Archive for nóvember, 2019

Arna Óttarsdóttir er næsti „Vinir Nýló“ listamaður Nýló

nóv 28 2019 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið kynnir með mikilli ánægju Örnu Óttarsdóttur sem næsta „Vinir Nýló“ listamann safnsins, 2019/2020.

Ár hvert fær Nýlistasafnið framúrskarandi listamann til að skapa verk í 40 eintökum, sem vinir Nýló fá í þakklætisskyni frá safninu.
Hér má lesa nánar um Vini Nýló.

Arna Óttarsdóttir (f. 1986) útskrifaðist árið 2009 frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún hefur undanfarin ár helgað sig vefnaði og myndmálið sækir hún í hversdagsleikann, skissubækur sínar, og helgast valið ekki af fágaðri útfærslu frummyndarinnar, heldur frekar mögleika þess til frekari tilrauna og úrvinnslu.

Þann 5. desember 2019, 18:00- 20:00, mun Arna leggja lokahönd á verkin í Nýlistasafninu, allir velkomnir á viðburðinn.

No responses yet

Ljósabasar Nýló

nóv 18 2019 Published by under Uncategorized

Fjáröflun fyrir Nýlistasafnið
Listaverkabasar og viðburðir fyrir alla fjölskylduna
1.–22. desember 2019 í Marshallhúsinu

Í desember taka fulltrúar Nýlistasafnsins höndum saman og efna til veglegs listaverkabasars í Nýlistasafninu þar sem listaverk yfir 60 listamanna verða til sölu. Verkin eru jafn fjölbreytileg og þau eru mörg en eiga það öll sameiginlegt að tengjast ljósi á skapandi hátt: Verk um ljós, verk sem lýsa, ljósainnsetningar, neonljós, kertaljós, ljósmyndir, huglæg ljós og áfram má endalaust telja.

Markmiðið er að lýsa upp skammdegið. Ljósabasar Nýló er einstakt tækifæri til að gefa list í jólagjöf og fjárfesta í samtímalist á hagstæðu verði.

Basarinn fer fram í húsakynnum Nýlistasafnsins í Marshallhúsinu dagana 1.–22 desember. Fjölbreyttir viðburðir fyrir fólk á öllum aldri verða haldnir á meðan á basarnum stendur. Tilkynnt verður um viðburðadagskrá og þá listamenn sem taka þátt í basarnum á næstu dögum – Fylgist með hér á viðburðasíðunni, heimasíðu Nýlistasafnsins og á samfélagsmiðlum.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Áfram Nýló, tilraunagleðin og listin!

No responses yet

Valið úr innsendum tillögum – haustsýning Nýló 2020

nóv 01 2019 Published by under Uncategorized

Til hamingju Ragnheiður, Sigrún og Sindri!

Nýlistasafnið þakkar öllum þeim sem sendu inn tillögu að sýningu þegar opið var fyrir umsóknir í haust.
Alls bárust 27 tillögur, hver og ein sterk og spennandi og var erfitt að velja úr.

Að lokum var ákveðið að velja þrjár einstaklingsumsóknir og bjóða þeim aðilum að þróa hugmyndir sínar svo úr yrði ein samsýning.
Þeir listamenn eru: Ragnheiður Gestsdóttir, Sigrún Inga Hrólfsdóttir og Sindri Leifsson.

Stjórn & starfsfólk Nýlistasafnsins óskar Ragnheiði, Sindra og Sigrúnu innilega til hamingju
og hlakkar til að vinna með þeim að sýningunni sem opnar haustið 2020.

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

  • Nýlistasafnið
  • Marshallhúsið
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Ísland

Opnunartímar

  • mið til sun 12 – 18
  • lokað á mánudögum og þriðjudögum
  • Almenningssamgöngur

    • Strætó: 14
    • Stöð: Grandi

Hafðu samband

  • S: +354 551 4350
  • N: nylo(at)gamla.nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map