Archive for október, 2017

Moving Off the Land / Joan Jonas & María Huld Markan í Tjarnarbíói

okt 01 2017 Published by under Uncategorized

Sequences myndlistarhátíð kynnir með stolti og ánægju einstakan viðburð eftir bandarísku myndlistarkonuna Joan Jonas, í samstarfi við íslenska tónskáldið Maríu Huld Markan.

Viðburðurinn verður haldinn í Tjarnarbíói þann 8. október klukkan 20.00.

Hægt er að nálgast miða hér á www.tix.is

Auk verks síns í Tjarnarbíó opnar Jonas, Does the Mirror Make the Picture, yfirgripsmikla sýningu í Nýlistasafninu á úrval verka frá mismunandi tímabilum ferils hennar.

Sýning Jonas í Nýlistasafninu opnar föstudaginn 6. október á fyrsta degi hátíðarinnar og stendur til 10. desember 2017.

Jonas (f. 1936, New York) er frumkvöðull á sviði vídeólistar. Síðan á sjötta áratugnum hefur hún skapað nýstárleg verk í ólíkum miðlum sem rannsaka tímatengt skipulag og pólitískt mikilvægi áhorfandans. Í verkum sínum blandar Jonas saman ólíkum miðlum og listformum, líkt og leikhúsi, dansi, hljóði, texta, teikningum, skúlptúr, vídeó og myndvörpun. Í nýrri vídeóverkum, gjörningum og innsetningum hefur Jonas gjarnan starfað með tónlistarmönnum og dönsurum, ásamt því að leita til bókmennta og goðsagna í marglaga rannsóknarvinnu sinni.

María Huld Markan Sigfúsdóttir (f. 1980) fiðluleikari og tónskáld hefur farið um víðan völl tónlistarinnar. Hún útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2000 og frá Listaháskóla Íslands með BA-gráðu í tónsmíðum árið 2007. Auk þess að sinna tónsmíðum hefur María Huld verið meðlimur í hljómsveitinni amiinu til margra ára og með henni ferðast heimshorna á milli og flutt tónlist í ýmsum myndum.

Joan Jonas er jafnframt heiðurslistamaður Sequences VIII sem fer fram í áttunda sinn víðsvegar um Reykjavík.

Sequences myndlistarhátíð er tíu daga tvíæringur sem haldin er í Reykjavík dagana 6.–15. október 2017. Hún er nú haldin í 8. skipti en markmið hátíðarinnar er að sýna framsækna myndlist með áherslu á tímatengda miðla; gjörninga, hljóðverk, vídeólist og myndlist í almenningsrými.

Sýningarstjóri Sequences VIII er Margot Norton, sýningarstjóri við New Museum í New York og býður hátíðin upp á framúrskarandi úrval verka eftir ýmsa listamenn og tónlistarmenn.

Fyrir frekari upplýsingar um hátíðina og dagskrá, sjá Sequences myndlistarhátíð

Með leyfi listamannsins og Gavin Brown Enterprise, New York/Róm

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

  • Nýlistasafnið
  • Marshallhúsið
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Ísland

Opnunartímar

  • mið til sun 12 – 18
  • lokað á mánudögum og þriðjudögum
  • Almenningssamgöngur

    • Strætó: 14
    • Stöð: Grandi

Hafðu samband

  • S: +354 551 4350
  • N: nylo(at)gamla.nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map