Archive for febrúar, 2019

Eygló Harðardóttir er myndlistarmaður ársins 2019!

feb 22 2019 Published by under Uncategorized

Eygló Harðardóttir var valin myndlistarmaður ársins fyrir sýningu sína í Nýlistasafninu, Annað Rými, á Íslensku Myndlistarverðlaununum sem haldin voru við hátíðlega athöfn í gær, fimmtudaginn 21. febrúar. Leifur Ýmir Eyjólfsson hlaut hvatningarverðlaun ársins fyrir sýninguna Handrit í Listasafni Reykjavíkur.

Nýlistasafnið óskar báðum listamönnum innilega til hamingju og þakkar um leið Eygló kærlega fyrir samstarfið á liðnu ári! Við erum afskaplega stolt af sýningunni Annað Rými en á Listasafni Reykjavíkur má um þessar mundir líta augum verkið Gler Skúlptúr sem sett hefur verið upp í Hafnarhúsinu af tilefni verðlaunanna. Verkið eignaðist stað í safneign Listasafns Reykjavíkur meðan á sýningunni stóð í Nýló.

Í umsögn dómnefndar segir að sýningin Annað rými hafi borið titil sinn með réttu. „Með verkum sem í senn voru fínleg og stórkarlaleg, unnin í viðkvæman efnivið, opnaði listakonan fyrir gáttir sem áhorfandinn gat smeygt sér inn fyrir og aukið skynjun sína og næmi á kostnað hinnar vanabundnu rökhyggju.“ Segir meðal annars. Dómefnd skipaði Aðalsteinn Ingólfsson, Jóhann Ludwig Torfason, Sigurður Guðjónsson, Margrét Kristín Sigurðardóttir og Hanna Styrmisdóttir.

Mynd með frétt: Vigfús Birgisson

No responses yet

Eygló Harðardóttir tilnefnd til íslensku myndlistarverðlaunanna fyrir sýninguna Annað Rými í Nýlistasafninu

feb 15 2019 Published by under Uncategorized

Eygló Harðardóttir er tilnefnd til íslensku myndlistarverðlaunanna fyrir sýninguna „Annað Rými“ sem haldin var í Nýlistasafninu í september og október á síðasta ári.

Í umsögn segir meðal annars: „Með verkum sem í senn voru fínleg og stórkarlaleg, unnin í viðkvæman efnivið, opnaði listakonan fyrir gáttir sem áhorfandinn gat smeygt sér inn fyrir og aukið skynjun sína og næmi á kostnað hinnar vanabundnu rökhyggju.“

Við óskum Eygló Harðardóttur innilega til hamingju með tilnefninguna! Við erum stolt af okkar gjöfula og lærdómsríka samstarfi með Eygló að sýningunni Annað Rými.

No responses yet

Safnanótt í Nýló 2019: Leiðsögn um ÞJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR

feb 06 2019 Published by under Uncategorized

Safnanótt í Nýlistasafninu 2019

08.02.2019 kl. 20:00

Berglind Jóna Hlynsdóttir leiðir gesti um sýningu Bjarka Bragasonar, ÞRJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR

Velkomin á safnanótt í Nýlistasafninu föstudaginn 8. febrúar klukkan 20:00. Berglind Jóna Hlynsdóttir verður með leiðsögn um yfirstandandi sýningu Bjarka Bragasonar, ÞRJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR. Berglind hefur fylgst með ferlinu síðan vinna við sýninguna hófst en hún mun veita innsýn í verkin og hugarheim listamannsins. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Í Nýlistasafninu standa nú yfir tvær sýningar, sýning Bjarka Bragasonar ÞRJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR og sýning Kolbeins Huga Cryptopia One: A Beginning Is A Very Delicate Time. Báðar sýningarnar beina sjónum okkar að náttúrunni og nærumhverfinu og rannsaka samband mannsins við umhverfi sitt, fólk og hluti í fortíð og nútíð. Listamennirnir beita þó afar ólíkum aðferðum og nálgast viðfangsefnið út frá mismunandi sjónarhornum og aðferðum. Báðar sýningar verða opnar í tilefni kvöldsins en safnið lokar klukkan 22:00.

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

  • Nýlistasafnið
  • Marshallhúsið
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Ísland

Opnunartímar

  • mið til sun 12 – 18
  • lokað á mánudögum og þriðjudögum
  • Almenningssamgöngur

    • Strætó: 14
    • Stöð: Grandi

Hafðu samband

  • S: +354 551 4350
  • N: nylo(at)gamla.nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map