Archive for mars, 2018

Rabbað & Labbað / Fjarrænt efni

mar 07 2018 Published by under Uncategorized

Rabbað & labbað / Distant Matter (Fjarrænt efni)
Með Katrínu Agnesi Klar & Eddu Kristínu Sigurjónsdóttur
Fimmtudaginn 8. mars 2018
Spjallið hefst kl. 20.00

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á Rabbað & labbað gegnum sýninguna Distant Matter klukkan 20:00 með Katrínu Agnesi Klar, öðrum listamanni sýningarinnar, í fylgd með Eddu Kristínu Sigurjónsdóttir.

Klukkan 20:45 leiðir Edda Kristín gesti áfram upp á 3. hæð til Kling & Bang en þar tekur Hekla Dögg Jónsdóttir á móti hópnum og spjallar um sýningu sína Evolvement sem opnaði 3 mars sl.

Báðum sýningunum lýkur 11. mars svo þetta er einstakt tækifæri til þess að skyggnast betur inn í hugarheim listamannanna og fá að fræðast betur um sýningarnar.

Leiðsögnin fer fram á íslensku og er öllum opin.

Distant Matter er fyrsta yfirgripsmikla samsýning Katrínar Agnesar Klar og Lukas Kindermann.

,,Með aftengdum og endurröðuðum ásýndum efnis gegnum hvert og eitt verk, styðst sýningin við þrívíddarlíkön úr geimnum, íspinnalitaðar skjáhvílur og sjóndeildarhringi veggspjalda sem leið til að rýna í hversdagslega framsetningu og sem ferðalag um reglufast kerfi alheimsins.“

Verið hjartanlega velkomin!

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

  • Nýlistasafnið
  • Marshallhúsið
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Ísland

Opnunartímar

  • mið til sun 12 – 18
  • lokað á mánudögum og þriðjudögum
  • Almenningssamgöngur

    • Strætó: 14
    • Stöð: Grandi

Hafðu samband

  • S: +354 551 4350
  • N: nylo(at)gamla.nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map