Archive for ágúst, 2017

Joan Jonas, heiðurslistamaður Sequences VIII, sýnir í Nýlistasafninu

ágú 29 2017 Published by under Uncategorized

Sequences VIII

Sequences myndlistarhátíð er tíu daga tvíæringur sem haldin er í Reykjavík milli 6.–15. október 2017. Hátíðin í ár kynnir með stolti verk eftir 21 innlenda og erlenda listamenn. Þetta er í áttunda sinn sem Sequences er haldin og að þessu sinni verður Joan Jonas heiðurslistamaður hátíðarinnar og heldur einkasýningu í Nýlistasafninu.

Markmið Sequences er að sýna framsækna myndlist með áherslu á tímatengda miðla; gjörninga, hljóðverk, vídeólist og myndlist í almenningsrými. Sequences er listamannarekin og sjálfstæð myndlistarhátíð sem haldin er annað hver ár og spratt upp úr fjölbreyttri og kvikri listasenu Reykjavíkurborgar. Boðið verður upp á úrval verka eftir listamenn og tónlistarfólk, sem margir hverjir taka þátt í samstarfi á milli miðla.

Miðja Sequences VIII verður í Marshallhúsinu, heimkynnum Nýlistasafnsins og Kling & Bang. Hátíðin mun einnig fara fram í öðrum listamannareknum rýmum og listastofnunum á höfuðborgarsvæðinu. Til viðbótar við aðaldagskrá hátíðarinnar verður fjölbreytt utandagskrá víðsvegar um borgina.

Sýningarstjóri Sequences VIII er Margot Norton, sýningarstjóri við New Museum í New York.

Elastic Hours

Þó Sequences kenni sig við „rauntíma“ í skilningi tímatengdra miðla, þá er áhersla Sequences VIII: Elastic Hours á hvernig listamenn upplifa tímann í sköpunarferlinu og hvernig þeir nota hann sem efnivið í verkum sínum; hvernig þeir beygja tímann og sveigja, snúa honum á rönguna.

Verkin á hátíðinni munu þannig fara handan staðlaðra mælikvarða og tækja til að mæla tímann og rannsaka annars konar tímaupplifun og mælingar í leit að öðrum leiðum til að mæla og upplifa tíma. Við erum minnt á að daglegur taktur okkar stjórnast ekki einungis af hefðum og staðsetningu heldur einnig af náttúruöflum sem lúta engri stjórn.

Á Íslandi er framrás tímans sérstaklega áþreifanleg, bæði vegna árstíðarbundins birtustigs og óblíðs veðurfars. Með óhefðbundnum útreikningi tímans munu listamennirnir fá okkur til að vera meðvitaðri og gagnrýnni á samband okkar við hluti, samfélagið og alheiminn í kringum okkur.

Joan Jonas, heiðurslistamaður hátíðarinnar

Síðan á sjötta áratugnum hefur Joan Jonas (f. 1936, New York, býr og starfar í New York) skapað frumleg og byltingarkennd verk í marga miðla, sem rannsaka tímatengt skipulag og pólitískt mikilvægi áhorfandans. Í verkum sínum blandar hún saman leikhúsi, dansi, hljóði, texta, teikningum, skúlptúr og vídeó/myndvörpun. Stoðir þeirra eru flöktandi sjálfsmyndir, frásagnartákn og -þræðir en hafna línuleika fyrir hina tvíræðnu og brotakenndu sögu.

Jonas er frumkvöðull á sviði vídeólistar. Hún notaði Portapak kvikmyndavélar árið 1970 til að kanna tilfærsluna frá myndavélinni til vörpuninnar til líkamans og hins lifandi rýmis. Í nýrri vídeóverkum, gjörningum og innsetningum hefur Jonas oft starfað með tónlistarmönnum og dönsurum, ásamt því að leita til bókmennta og goðsagna í marglaga rannsóknarvinnu sinni.

Á Sequences VIII mun Jonas vera með einkasýningu í Nýlistasafninu, þar sem úrval verka frá mismunandi tímabilum ferils hennar verða til sýnis – allt frá fyrstu vídeóverkum hennar Wind (1968) og Song Delay (1973) til nýrra verka stream or river or flight or pattern (2016/2017), verk sem hún hefur unnið frá nýlegum ferðum sínum um Feneyjar, Singapore, Nova Scotia og Víetnam.

Jonas mun einnig halda tilraunakenndan fyrirlestur í Tjarnarbíói sunnudaginn 8. október, þar sem nýtt samstarf við Maríu Huld Markan, tónskáld og tónlistarmann, verður kynnt til sögunnar.

Mynd: Joan Jonas, Song Delay, 1973, stilla úr kvikmynd. © 2017 Joan Jonas / Artists Rights Society (ARS), New York.

Skipuleggjendur: Nýlistasafnið, Kling & Bang og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar standa að Sequences og í ár stýrir Margot Norton, sýningarstjóri The New Museum í NY, í samvinnu við Eddu Kristínu Sigurjónsdóttur að skipulagi hátíðinnar ásamt meðlimum stjórnar Sequences.

Bakhjarlar: Sequences nýtur stuðnings Myndlistarsjóðs, Reykjavíkurborgar, Promote Iceland, Iceland Naturally og hinar alltumlykjandi, orkumiklu samvinnu listamanna.

Myndlistarmenn

– Helena Aðalsteinsdóttir (f. 1990 Reykjavík. Býr og starfar í Amsterdam)

– Birgir Andrésson (f. 1955 Vestmannaeyjar, d. 2007 Reykjavík)

– Hildigunnur Birgisdóttir (f. 1980 Reykjavík. Býr og starfar í Reykjavík)

– Ásgerður Birna Björnsdóttir (f. 1990 Reykjavík. Býr og starfar í Amsterdam)

– Elín Hansdóttir (f. 1980 Reykjavík. Býr og starfar í Reykjavík)

– David Horvitz (f. 1982 Los Angeles. Býr og starfar í Reykjavík) í samstarfi við Jófríði Ákadóttur (f. 1994 Reykjavík. Býr og starfar í Reykjavík)

– Anna K.E. (f. 1986, Tbilisi, Georgía. Býr og starfar í New York og Düsseldorf) og Florian Meisenberg (f. 1980, Berlín. Býr og starfar í New York og Düsseldorf)

– Alicja Kwade (f. 1979 Katowice, Pólland. Býr og starfar í Berlín)

– Florence Lam (f. 1992 Vancouver, Kanada. Býr og starfar í Reykjavík)

– Nancy Lupo (f. 1983 Flagstaff, Arizona. Býr og starfar í Los Angeles)

– Sara Magenheimer (f. 1981 Philadelphia, Pennsylvania. Býr og starfar í New York)

– Rebecca Erin Moran (f. 1976 Greeley, Colorado. Býr og starfar í Reykjavík)

– Eduardo Navarro (f. 1979 Buenos Aires. Býr og starfar í Buenos Aires)

– Ragnar Helgi Ólafsson (f. 1971 Reykjavík. Býr og starfar í Reykjavík)

– Roman Ondák (f. 1966 Žilina, Slóvakía. Býr og starfar í Bratislava)

– Habbý Ósk (f. 1979 Akureyri. Býr og starfar í New York)

– Agnieszka Polska (f. 1985 Lublin, Pólland. Býr og starfar í Berlín)

– Aki Sasamoto (f. 1980 Yokohama, Japan. Býr og starfar í New York)

– Cally Spooner (f. 1983 Ascot, England. Býr og starfar í Reykjavík, London og Aþenu)

– Una Sigtryggsdóttir (f. 1990 Reykjavík. Býr og starfar í Reykjavík)

No responses yet

15. þáttur – Hvað er tíminn?

ágú 21 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

14. þáttur – Gull: Karlmaður logagyltur frá hvirfli til ilja, hárlaus, hefir gylt augu, blóðrauða skikkju á herðum, sverð í gyltum skeiðum á hlið. Fötin eru nærskorin.

ágú 20 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

13. þáttur – Ef ég ætti að lýsa tímabilinu á undan heimsstyrjöldinni fyrri í sem fæstum orðum held ég að það verði best gert með því að kalla það gullöld öryggisins.

ágú 19 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

12. þáttur – kalin hringekja ekur eftir ísaðri hringbraut

ágú 17 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

11. þáttur – Hann fór ekki mjúkum höndum um sjúklinga sína, hvorki andlega né líkamlega, og hann dekraði ekki á nokkurn hátt við kvilla þeirra.

ágú 16 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

10. þáttur – Hann var sérfræðingur í décadence.

ágú 16 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

9. þáttur – Hamingjan er krossinn sem öllum er reistur.

ágú 15 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

8. þáttur – …, einmitt þá, þegar ‚veiðin mikla‘ hefst og um leið hættan mikla — einmitt þá glata þeir bæði sjón sinni og þefskyni.

ágú 13 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

7. þáttur – Sannarlega? En þá eruð þér yfirmáta merkilegt rannsóknarefni. Ég hef nefnilega aldrei áður hitt fullkomlega heilbrigða manneskju.

ágú 13 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

6. þáttur – Meðan ég var með Virgli hátt uppi í fjallinu, sem græðir margar sálir, og klifraði svo niður í gegnum ríki dauðra,…

ágú 12 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

5. þáttur – Sem vænta má er til legíó greina, ritgerða og doktorsnafnbóta um aldur og uppruna Kimblagarrs, sem telja má eitt merkilegasta prump í fornaldarbókmenntum vorum.

ágú 11 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

4. þáttur – Þetta er eins og að vera á björtum stað en augun skynja ekki birtuna vegna innra moldviðris.

ágú 10 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

3. þáttur – Oft er eins og við séum í litlum takti við aðrar Evrópuþjóðir…

ágú 08 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

2. þáttur – Þér komið til okkar sem sjúklingur, ef ég mætti spyrja?

ágú 08 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

Útvarp Töfrafjall

ágú 07 2017 Published by under Uncategorized

Leiðangurinn á Töfrafjallið kynnir í samstarfi við Nýlistasafnið Útvarp Töfrafjall röð útvarpsþátta sem birtast daglega frá 7. – 21. ágúst.

Niður af fjallinu berst hlustendum milliliðalaust dagana 7- 21 ágúst, 2017.

Hver þáttur er endurvarp af uppsprettum sálarlífsins – hér finnur þú eitthvað sem þú saknar.

Leiðangursfélagar eru Ása Helga Hjörleifsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Gauti Kristmannsson, Haraldur Jónsson, Karlotta Blöndal, Steingrímur Eyfjörð & Unnar Örn J. Auðarson.

Höfundar og þýðendur: Edith Södergran/Njörður P. Njarðvík, Friedrich Nietzsche/Arthúr Björgvin Bollason og Þröstur Ásmundsson, Undína, Sigfús Daðason, Guðbergur Bergsson, Thomas Mann/Gauti Kristmannsson, Kristján Árnason, Teresa frá Avíla/Birna Bjarnadóttir, Gunnar Gunnarsson, Kristín Ómarsdóttir, Dante Alighieri/Erlingur E. Halldórsson, Stefan Zweig/Halldór J. Jónsson og Ingólfur Pálmason, Guttormur J. Guttormsson.

Lesarar: Steingrímur Eyfjörð, Karlotta Blöndal, Haraldur Jónsson, Gauti Kristmannsson, Unnar Örn Auðarson.

Kynnir: Birna Bjarnadóttir.

No responses yet

1. þáttur – En sárasta sár mitt það verður, að sjá á þér galla.

ágú 07 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

  • Nýlistasafnið
  • Marshallhúsið
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Ísland

Opnunartímar

  • mið til sun 12 – 18
  • lokað á mánudögum og þriðjudögum
  • Almenningssamgöngur

    • Strætó: 14
    • Stöð: Grandi

Hafðu samband

  • S: +354 551 4350
  • N: nylo(at)gamla.nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map