Author Archive

Nýlistasafnið opnar að nýju 9. maí!

maí 04 2020 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið opnar að nýju 9. maí 2020

Sýningin Erling Klingenberg framlengd til 28. júní

Það er með mikilli gleði og eftirvæntingu að við tilkynnum að Nýlistasafnið opnar dyr sínar að nýju næstkomandi laugardag, 9 maí, og að yfirstandandi sýning, Erling Klingenberg eftir Erling T. V. Klingenberg hefur verið framlengd til 28. júní. Áfram verður hugað vel að sóttvörnum og öllum tilmælum almannavarna fylgt til hins ítrasta. Örlítil breyting verður á hefðbundnum opnunartíma, en fyrst um sinn verður Nýlistasafnið opið miðvikudaga-sunnudaga klukkan 12-18.

Við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur!


No responses yet

Nýlistasafnið er lokað tímabundið

mar 23 2020 Published by under Uncategorized

Kæru gestir,

Skjótt skipast veður í lofti. Í ljósi herts samkomubanns mun Nýlistasafnið vera lokað frá og með morgundeginum, þriðjudegi 24. mars. Þetta er gert til að takmarka útbreiðslu kórónuveirufaraldsins og samkvæmt fyrirmælum yfirvalda verður safnið lokað til og með 13. apríl. Þó, eins og reynslan sýnir, gæti það breyst og við munum láta ykkur vita hér á heimasíðunni hvenær við opnum dyrnar að nýju.

Á meðan safnið er lokað vinna starfsmenn Nýlistasafnsins að sínum verkefnum heima við. Það verður því enginn á skrifstofu safnsins, og þar með enginn til að svara í símann. Allar fyrirspurnir og ábendingar skal senda á nylo(hjá)gamla.nylo.is og við munum sjá til þess að þeim verður svarað hratt og örugglega.

Þó lítið líf verði á skrifstofunni komandi vikur er nóg að gera hjá okkur við skráningu verka, kynningarmál og undirbúning komandi sýninga og annarra framtíðarverkefna. Gaman er að greina frá því að við hlutum meðal annars styrk úr safnasjóð fyrir nýrri heimasíðu, sem vonandi lítur dagsins ljós á þessu ári.

Þar sem við getum ekki tekið á móti gestum í safnið vinnum við nú í góðu samstarfi við Kling & Bang að því að koma núverandi sýningu safnsins, Erling Klingenberg eftir Erling T. V. Klingenberg, nær ykkur sem heima sitjið.

Einnig ætlum við að draga eldri sýningar safnsins fram í sviðsljósið, gullmola úr safneigninni og annað sem okkur dettur í hug. Lestrarfélag Nýló mun halda áfram að hvetja til heimalesturs og á næstu vikum kynnum við spennandi samstarfsverkefni við nemendur úr Listaháskólanum og Háskóla Íslands. Fylgist með hér á heimasíðu safnsins, á facebook síðu okkar og instagram.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur að nýju á bjartari og covid-fríum tímum!

Hljóðupptaka af Rými listamanna: samtal um frumkvæði listamanna

des 05 2018 Published by under Uncategorized

Upptakan frá samtalinu um frumkvæði listamanna er loksins komin í loftið. Skránum er skipt niður eftir dagskrárliðum.

1. Pallas Projects og Artist-Run Europe – Mark Cullen

2. Stop Over Program – Unnar Örn, Ingólfur Arnarson, Eggert Pétursson

3. Kling&Bang og Harbinger – Edda Sigurjónsdóttir, Úlfur Grönvold, Steinunn Önnudóttir

4. Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði – Una Sigurðardóttir og Vinnie Wood

5. Ritstjórn bókar um listamannarekin rými – Unnar Örn, Þorgerður Ólafsdóttir, Birkir Karlsson

6. Umræður, spurningar, hugleiðingar, OPEN – Edda Sigurjónsdóttir, Mark Cullen, Birta Guðjónsdóttir, Þorgerður Ólafsdóttir, Sindri Leifsson, Una Sigurðardóttir, Hildigunnur Birgisdóttir

Hægt er að vista skrárnar eða hlusta á þær í vafranum.

No responses yet

15. þáttur – Hvað er tíminn?

ágú 21 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

14. þáttur – Gull: Karlmaður logagyltur frá hvirfli til ilja, hárlaus, hefir gylt augu, blóðrauða skikkju á herðum, sverð í gyltum skeiðum á hlið. Fötin eru nærskorin.

ágú 20 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

13. þáttur – Ef ég ætti að lýsa tímabilinu á undan heimsstyrjöldinni fyrri í sem fæstum orðum held ég að það verði best gert með því að kalla það gullöld öryggisins.

ágú 19 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

12. þáttur – kalin hringekja ekur eftir ísaðri hringbraut

ágú 17 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

11. þáttur – Hann fór ekki mjúkum höndum um sjúklinga sína, hvorki andlega né líkamlega, og hann dekraði ekki á nokkurn hátt við kvilla þeirra.

ágú 16 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

10. þáttur – Hann var sérfræðingur í décadence.

ágú 16 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

9. þáttur – Hamingjan er krossinn sem öllum er reistur.

ágú 15 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

8. þáttur – …, einmitt þá, þegar ‚veiðin mikla‘ hefst og um leið hættan mikla — einmitt þá glata þeir bæði sjón sinni og þefskyni.

ágú 13 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

7. þáttur – Sannarlega? En þá eruð þér yfirmáta merkilegt rannsóknarefni. Ég hef nefnilega aldrei áður hitt fullkomlega heilbrigða manneskju.

ágú 13 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

6. þáttur – Meðan ég var með Virgli hátt uppi í fjallinu, sem græðir margar sálir, og klifraði svo niður í gegnum ríki dauðra,…

ágú 12 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

5. þáttur – Sem vænta má er til legíó greina, ritgerða og doktorsnafnbóta um aldur og uppruna Kimblagarrs, sem telja má eitt merkilegasta prump í fornaldarbókmenntum vorum.

ágú 11 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

4. þáttur – Þetta er eins og að vera á björtum stað en augun skynja ekki birtuna vegna innra moldviðris.

ágú 10 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

3. þáttur – Oft er eins og við séum í litlum takti við aðrar Evrópuþjóðir…

ágú 08 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

2. þáttur – Þér komið til okkar sem sjúklingur, ef ég mætti spyrja?

ágú 08 2017 Published by under Útvarp Töfrafjall

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

  • Nýlistasafnið
  • Marshallhúsið
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Ísland

Opnunartímar

  • mið til sun 12 – 18
  • lokað á mánudögum og þriðjudögum
  • Almenningssamgöngur

    • Strætó: 14
    • Stöð: Grandi

Hafðu samband

  • S: +354 551 4350
  • N: nylo(at)gamla.nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar


map