Author Archive

Málþing í Ríga, Lettlandi „Lost (and found) in the Archive“

maí 24 2016 Published by under Uncategorized

Þorgerður Ólafsdóttir og Becky Forsythe tóku þátt í málþinginu Lost (and found) in the Arhive í Lettlandi 23 mars síðastliðinn. Málþingið var á vegum Latvian Centre for Contemporary Art og má hlusta á hér.

Málþingið fór fram á ensku.

ABOUT THE SYMPOSIUM

In connection with the contemporary art exhibition “Lost in the Archive” an international symposium “Lost (and Found) in the Archive” will take place on 23rd of March, 11 pm – 7 pm in the Riga Art Space. Seven lecturers will focus on the variety of mistakes, gaps and narratives that we can discover with the help of contemporary art archives.
The symposium is curated by Inga Lāce and Andra Silapētere (LCCA)

The director of the Living Art Museum in Reykjavik Thorgerdur Olafsdottir and the collection manager Becky Forsythe will discuss the strategies they had creating the archive of their museum. Video artist from Moscow Margarita Novikova will tell us about her video archive project “Putschyourself”. Artist Lia Perjovcshi, who has created the Contemporary Art Archive/Centre for Art Analysis in Romania, will speak about her experience in creating archives as well as about the usability of an archive. Polish researcher Jagna Lewandowska will tell about the Arton Foundation that focuses on Polish avant-garde art studies and creates its archive. Theoretician and writer Vesna Madzoski will speak about the archive of Manifesta, the European Biennial of Contemporary Art, and the conclusions drawn during the research of the archive. Iranian artist Ehsan Fardjadniya and Canadian art critic Dorian Batycka will concentrate on archives and their relationship with power – in context with The Refugee Archives initiative in South Africa.

PROGRAMME OF SYMPOSIUM

11:00 – 11:30 Introduction
11:30 – 12:00 Þorgerður Ólafsdóttir, Becky Forsythe ‘Archiving the Parallel’
12:00 – 12:30 Jagna Lewandowska ‘Arton Review Europe – the Archives of Polish Avant-Garde Now’
12:30 – 13:00 Lia Perjovschi ‘Looking for Sense, Hidden and Lost Ideas…’

13:30 – 15:30 Lunch break

15:45 – 16:30 Ehsan Fardjadniya, Dorian Batycka ‘Whose Archive?’
16:30 – 17:00 Margarita Novikova, Elena Michajlowska ‘Locating Art in Oral History’
17:00 – 17:30 Kaspars Vanags ‘Microhistory as Accidental Allure and Antimethod to Canon. Thinking About Collection of The Latvian Museum of Contemporary Art’
17:30 – 18:00 Vesna Madzoski ‘Lost and Found: Crimes in the Manifesta Archive’
18:00 – 19:00 Panel discussion (Lia Perjovschi, Vesna Madzoski, Ehsan Fardjadniya). Moderator – Igors Gubenko

The symposium has been supported by the EEZ financial instrument, Ministry of Culture of theRepublicofLatvia, State Culture Capital Foundation, Riga City Council, ABLV Charitable Foundation.

No responses yet

Infinite Next – hringborðsumræður og listamannaspjall

maí 11 2016 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á hringborðsumræður og listamannaspjall í tilefni af sýningunni Infinite Next sem að opnaði 7. maí síðastliðinn í Breiðholti.

Viðburðurinn hefst kl. 20 á fimmtudagskvöldið, 12. maí í Nýlistasafninu, Völvufelli 13-21

Myndlistarmennirnir Amy Howden-Chapman, Anna Líndal, Bjarki Bragason, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Hildigunnur Birgisdóttir munu ræða um sýninguna Infinite Next.

Infinite Next, sem útleggst sem hið óendanlega framundan, er samsýning Önnu Líndal, Amy Howden-Chapman, Bjarka Bragasonar, Bryndísar Snæbjörnsdóttur & Mark Wilson, Hildigunnar Birgisdóttur og Pilvi Takala.

Verkin á sýningunni Infinite Next kljást á ólíka máta við kerfi sem öll samfélög glíma við; hagkerfi síð-kapitalismans, hnignun vistkerfa, tilraunir mannsins til þess að hafa áhrif á virkni þeirra, þekkingarframleiðslu, söfnum upplýsinga og áhrifa mannsins í umhverfinu.

Hver listamaður verður með stutt innlegg og síðan taka við almennar samræður.

Viðburðurinn mun fara fram á ensku.

Húsið opnar með léttum veitingum kl. 20:00 og samræðan hefst kl. 20:30.

Hringborðið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu.

No responses yet

skrælnun

apr 28 2016 Published by under Uncategorized

Þarf maður að vita hvenær verkið hefst?
Þarf maður að vita hvenær því er lokið?
Þarf maður að vita hvenær það er misheppnað?
Þarf maður að vita hver bjó það til?
Þarf maður að vita hver á það?
Þarf maður að vita frá hvaða tíma það er?
Þarf það að finnast?
Þarf ég að ákveða mín eigin verk?

Ásta Ólafsdóttir, Þögnin sem stefndi í nýja átt (1980)

Hvernig varðveitir maður hugmynd? Hvernig eiga söfn að takast á við varðveislu listaverka sem átti hugsanlega aldrei að varðveita? Hvert er framhaldslíf verka sem snúast um ferli frekar en lokaafurð—ferðalagið frekar en áfangastaðinn. Eru skammlíf listaverk minna virði en þeir sem ætlað er að endast um ókomna tíð og auðvelt er að forverja? Verkin á sýningunni hafa sumhver tekið á sig nýja mynd eftir langa dvöl í geymslum safnsins og illmögulegt að sýna þau í upprunalegu samhengi sínu. Eru þetta enn sömu verk? Ætti frekar að geyma slík verk sem forskrift að ferli í stað efnislegra leifa hugmyndarinnar?

Notkun hversdagslegra efna svo sem sements, laufblaða og matvæla einkennir verkin á sýningunni. Áhersla er lögð á ferlið og hugmyndina frekar en hlutinn sjálfan sem endanlegt listaverk. Önnur öfl en hönd listamannsins móta birtingarmynd verkanna. Þau taka form sitt af náttúruöflum, eðlislögmálum og styrkum höndum kvenna hjá Sláturfélagi Suðurlands.

SKRÆLNUN vekur upp spurningar um framhaldslíf konseptlistaverka og gildi forvörslu.

Verk Kristjáns Guðmundssonar (f. 1941) heitir Skúlptúr og samanstendur af súrri blóðmör og spjaldi sem búið er að stinga í keppinn. Á spjaldinu er spakmæli norska heimskautafarans Friðþjófs Nansen: „Það er til lítils að hlaupa ef stefnt er í skakka átt.“ Verkið var fyrst sýnt á einkasýningu Kristjáns í Gallerí SÚM í apríl árið 1970 ásamt 25 samskonar blóðmörskeppum og er líklega eina varðveitta eintakið. Þeir voru á víð og dreif á gólfi sýningarsalarins og þeim fylgdi súr lykt sem fyllti vit áhorfandans. Þegar fram liðu stundir skrælnaði keppurinn og varð steinrunninn. Ekki er hægt að sýna verkið eins og það var sýnt fyrir tæpri hálfri öld vegna þess hve viðkvæmur keppurinn er.

Bench #2 er samstarfsverkefni þýska listamannatvíeykisins Florian Wojnar (f. 1967) og Nikolai von Rosen (f. 1972). Verkið var gert fyrir sýninguna CharlieHotelEchoEchoSierraEcho sem haldin var í Nýlistasafninu árið 2010. Verkið samanstendur af fimm skúlptúrum sem steyptir voru með því að hella vatni ofan í sementspoka, hræra og leyft að harðna. Þannig umlauk pokinn steypuna, mótaði og gaf hverjum og einum skúlptúri einstakt útlit. Pappírspokinn var skrældur utan af og eftir sátu munúðarfullir en þunglamalegir búkar sem komið var fyrir á viðarramma líkt og þeir sætu saman á bekk.

Michael Gibbs (f. 1949, d. 2009) sýndi verk sitt Leavings í Gallerí Suðurgötu 7 í september árið 1978. Laufblöðum og bókasíðum var dreift um gólf sýningarsalarins. Titillinn vísar á hnyttinn hátt til þess að skilja eitthvað eftir sig og til laufblaðanna. Síðar var verkinu komið fyrir í sjö plastpokum sem númeraðir voru frá 1–7. Óráðlegt væri að sýna Leavings eins og Gibbs gerði fyrir fjórum áratugum síðan vegna þess hve viðkvæm skrælnuð laufblöðin eru.

Bókverk Ástu Ólafsdóttur (f. 1948) er hálfgerður laumufarþegi á sýningunni. Þögnin sem stefndi í nýja átt er ekki af sama hugmyndalega eða efnislega meiði og hin verkin en vangaveltur sýningarinnar kristallast í ljóðrænu textabroti Ástu. Spurningar hennar má einnig skoða í ljósi markmiða safnastarfs og ritun listasögunnar.

Sýningarstjórar eru Birkir Karlsson og Inga Björk Bjarnadóttir, meistaranemar í listfræði við Háskóla Íslands. Sýningin er samstarfsverkefni listfræðideildar HÍ og Nýlistasafnsins.

No responses yet

Nýló, Kling & Bang og Ólafur Elíasson flytja í Marshall húsið

jan 29 2016 Published by under Uncategorized

Á fundi borgarráðs í gær var tillagan samþykkt um Marshall húsið út á Granda sem mun hýsa sýningarrými Nýló, Kling og Bang gallerí og vinnustofu og sýningarrými Ólafs Elíassonar. Reykjavíkurborg mun leigja húsið til 15 ára. Á sama tíma verður opnaður veitingastaður á jarðhæð hússins með sérstaka áherslu á sjávarfang.

Hugmyndasmiðir Marshall hússins og hönnuðir eru Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason, arkitektar hjá KurtogPi. Samkvæmt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur fagnar hann því að samstarf hafi tekist um öfluga starfsemi í Marshall húsinu sem að verður án efa eitt mest spennandi myndlistar- og menningarhús borgarinnar og þó víðar væri leitað.

Árið 1948 hóst bygging síldarverksmiðju í Örfyrisey sem var að hluta fjármögnuð með Marshall aðstoð Bandaríkjanna eftir stríð og er nafn hússins því þaðan komið. Verksmiðjan var í notkun í um hálfa öld en hefur staðið auð undanfarin ár. HB Grandi á húsið og segir Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri fyrirtækisins að hann hlakki til að hefja framkvæmdir á húsinu og sjá líf færast í það á nýjan leik.

Áform hafa staðið í tvö ár um myndlistarstarfsemi í húsið en hugmyndin kemur til vegna fyrirsjáanlegrar vöntunar í miðbænum á framtakssemi listamannarekinna rýma.

Safneignin sjálf og sú aðstaða sem stjórn og starfsfólk Nýló hefur búið henni í Völvufellinu, mun halda kyrru fyrir í Breiðholtinu en verður opin eftir samkomulagi og þörfum.

Stjórn Nýló mun setja upp tvær sýningar í Núllinu næstkomandi apríl og júní áður en leigusamningnum við Reykjavíkurborg lýkur og eftir það er stefnin tekin út á Granda.

Stjórn og starfsfólk Nýlistasafnsins gleðst vitanlega yfir þessum fréttum! Ljóst er að róðurinn verður áfram þungur og ekki má slá slöku við. En safnið er nú búið að tryggja sér frábært sýningarými í lengri tíma en tíðkast hefur undanfarin 15 ár.

Nýlistasafnið eða Nýló, var stofnað árið 1978 af hópi 27 myndlistarmanna. Nýló er eitt listamannarekna safn og sýningarrými í heiminum, vettvangur uppákoma, umræðna og gjörninga. Nýló hefur lengi verið miðstöð nýrra strauma og tilrauna í íslenskri og erlendri myndlist og hafa margar sýningar í Nýló markað tímamót í íslenskri listasögu. Ár hvert stendur Nýló fyrir öflugri sýningadagskrá auk þess að safna og varðveita listaverk og heimildum sem tengjast frumkvöðlastarfi innan íslenskrar myndlistar.

Kling & Bang gallerí var stofnað af tíu myndlistarmönnum í byrjun árs 2003 og hefur allar götur síðan verið listamannarekið gallerí (non profit). Stefna Kling & Bang er að sýna myndlist sem ögrar samhengi og innihaldi skapandi hugsunar. Það hefur vakið heimsathygli fyrir starfsemi sína og sýningar. Kling & Bang hefur alla tíð lagt áherslu á að bjóða upp á vettvang fyrir framúrskarandi sýningar og tilraunamennsku, jafnt með sýningum upprennandi listamanna og vel þekktra, hérlendra sem erlendra.

Listmaðurinn Ólafur Elíasson er þekktur á heimsvísu, verk hans eru í eigu helstu listasafna heims og eru sýningar hans afar vel sóttar. Uppspretta hugmynda Ólafs er ósjaldan náttúra Íslands, og sú birta og litir sem hér er að finna. Ólafur er með vinnustofur í Berlín og Kaupmannahöfn, en hyggst nú líka vera með aðstöðu í Marshall húsinu ásamt sýningarrými fyrir sérstök verk.

No responses yet

Womens Day Off

nóv 26 2015 Published by under Uncategorized

The Living Art Museum is contributing to Konsthall C one day symposium investigating collective practices and their relationships to political organising.

The symposium is particularly inspired by the ‘Women’s Day Off’, a strike that happened in Iceland in 1975 that sought to highlight and make visible women’s work within the home. The strike is one of the most impressive acts of women’s organising to challenge gender inequality in Northern Europe. Presentations and discussions throughout the day build on ideas of collective working and art’s relationship to political organising.

To book a place at this free event please email osa@konsthallc.se and for the full programme please visit www.konsthallc.se This event will be held in English.

Schedule – Women’s Day Off
10:30am – Doors open
11am – Welcome and Introduction
11:15am – Emma Tolander, Hello Body!
11:30am – Kamilla Askholm (CAMP / Center for Art on Migration Politics)
12 noon – Dady de Maximo (Artist, Journalist and Fashion Designer – CAMP)
12:30pm – Responding Questions
1pm – Shared Lunch provided
2:30pm – Þorgerður Ólafsdóttir, Becky Forsythe and H. K. Rannversson (Nýló / Living Art Museum)
3:15pm – Responding Questions
3:45pm – Maiko Tanaka (The Grand Domestic Revolution)
4:30pm – Responding Questions by writer Gunilla Lundahl
5pm – Symposium closing and opening at Konsthall C’s Centrifug

Contributors include: Emma Tolander, dancer, choreographer and member of the feminist collective ÖFA-collective; Kamilla Askholm from Copenhagen’s CAMP (Centre for Art on Migration Politics); the artist, journalist and fashion designer Dady de Maximo; Stockholm based writer Gunilla Lundahl; Þorgerður Ólafsdóttir, Becky Forsythe and H. K. Rannversson from The Living Art Museum in Iceland, and Maiko Tanaka, curator and co-initiator of the project The Grand Domestic Revolution.

No responses yet

Double bind, opnun í Vilnius

okt 15 2015 Published by under Uncategorized

Á sýningunni Double bind eru sýnd verk eftir 9 listamenn þar sem tekist er á við hugmyndina um að endurvekja pólitíska hugsun í sjálfhjálparúrræðum.

Listamönnunum var boðið inn í hugmyndaheim um dimmu hliðar sálarinnar, þunglyndi og hagkerfi tilfinninganna þar sem sérstaklega var gert ráð fyrir rými fyrir mistök og viðkvæmni listamannanna. Verkin myndu kannski fá yfirbragð játninga, rödd sem hljómaði sem kraftur uppreisnar gegn formföstum skilningi á sálgreiningu og kvillum sálarinnar og frásagnarmátann og snauð rökin sem gjarnan eru notuð til að koma þeim til skila.

Eftir stendur sýning þar sem horft er til margra og andstæðra átta; tvöföld–klemma, sófa—kartafla og óbrenndur leir í meltingarvegi. / brot úr texta um sýninguna, Maya Tounta.

(Þýðandi fann sig í tvöfaldri klemmu og bendir á enska textann hér á síðunni)

Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru:
Valentina Desideri & Denise Ferreira da Silva
Morten Norbye Halvorsen
Styrmir Örn Guðmundsson
Berglind Jóna
Juha Pekka Matias Laakkonen
Lina Lapelytė
Viktorija Rybakova
Augustas Serapinas

Sýningarstjóri Maya Tounta

Sýningin er opin frá 15. október til 11. nóvember 2015
Frekari upplýsingar www.doublebind.eu og á vefsíðu Rupert http://www.rupert.lt/

Verkefnið er unnið í samstarfi við Rupert, Center for Art and Education (Litháen), Oslo National Academy of the Arts, The Academy of Fine Art (Noregur). Sýningin opnar í Nýlistasafninu snemma á næsta ári.

No responses yet

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR / umsóknarfrestur er til 14. júní 2015

maí 08 2015 Published by under Uncategorized

UPPLÝSINGAR

Nýlistasafnið eða Nýló er listamannarekið sýningarrými og safn, vettvangur uppákoma, umræðna og gjörninga. Nýló er rekið án hagnaðarsjónarmiða og hefur lengi verið miðstöð nýrra strauma og tilrauna í íslenskri myndlist og hafa margar sýningar í Nýló markað tímamót í íslenskri listasögu.

Ár hvert stendur Nýló fyrir öflugri sýningadagskrá auk þess að safna og varðveita listaverk og heimildir sem tengjast frumkvöðlastarfi innan íslenskrar myndlistar.

Stjórn Nýlistasafnsins hefur ákveðið að taka á móti umsóknum um sýningar til 14. júní 2015.

Allar umsóknir skulu vera vandaðar og vel mótaðar. Val stjórnar miðast við sýningarstefnu og áherslur hverju sinni og áskilur stjórn sér rétt til þess að velja og hafna umsóknum án allra vandkvæða eða frekari útskýringa.

Umsækjendur eru beðnir um að gera grein fyrir í upphafi hvaða rými viðkomandi vill vinna með. Stjórn Nýló ákveður tíma valinna sýninga en umsækjendur eru hvattir til nefna ákjósanlega tímasetningu fyrir verkefni sín.

Stjórn og starfsfólk Nýlistasafnsins veitir aðstoð er varðar listrænar ákvarðanir og uppsetningu, sér um hönnun og prentun sýningarskrár ásamt kynningu og opnunarhóf valinna sýninga.

Annað framlag Nýló er samkomuatriði hverju sinni. Umsækjendur eru því hvattir til þess að sækja um fjárstyrki fyrir sýningar sínar annarsstaðar frá.

Umsóknir sem berast eftir auglýstan umsóknarfrest verða ekki teknar til athugunar.

SÝNINGARÝMI

Sýningar 2015-2016
Núllið er staðsett að Bankastræti Núll, 101 Reykjavík. Sýningarrýmið er í fyrrum kvennasalerni og aðstöðu sem staðsett er neðanjarðar, undir Bankastræti, og hefur verið friðað af Minjavernd Íslands. Rýminu er skipt upp í tvö hólf, vinstra megin er lítið hvítt sýningarrými en hægra megin standa salernisbásar sem eru nýtanlegir til sýningarhalds. Umsækjendur eru hvattir til að vinna með bæði rýmin.

Sýningar 2016
Verkefnarými Nýlistasafnsins er staðsett í gamla Breiðholtsbakaríi, Völvufelli, efra Breiðholti og er staðsett fyrir ofan safneign og skrifstofurými safnsins.

Lifandi Safneign er sýningarrými safneignar og er staðsett í Völvufelli, efra Breiðholt, inn af skrifstofurými safnsins. Sýningarými safneignar er ætlað að varpa ljósi á safneign Nýló eða heimildarsöfnin; arkíf um gjörninga eða arkíf um listamannarekin rými. Allar sýningartillögur fyrir þetta rými skulu taka mið af safneign eða heimildarsöfnum safnsins og/eða sögu þess.

Til að bóka heimsókn í safneign Nýlistasafnsins skal hafa samband við archive(at)gamla.nylo.is

Upplýsingar um safneign Nýlistasafnsins má nálgast á sarpur.is

Sjá grunnplön hér:

NullidBankastraeti0

ProjectSpace_Volvufell

LivingCollection_Volvufell

LEIÐBEININGAR FYRIR UMSÆKJENDUR

Þegar þú undirbýrð umsókn þína er gott að hafa stefnu og sögu Nýlistasafnsins í huga. Einnig er gott að taka mið af gólfplani þess sýningarrýmis sem þú hyggst sækja um.

Umsóknum skal skilað inn fyrir miðnætti, 14. júní með tölvupósti. Ekki verður tekið við útprentuðum umsóknum.

Umsóknir skulu innihalda eftirfarandi gögn:
1. Sýningartillögu. Tillagan skal einnig innihalda upplýsingar um tæknileg- og uppsetningarleg atriði, hámark 500 orð
2. Yfirlýsingu myndlistarmanns/hóps – artist statement, hámark 300 orð
3. Ferilskrá
4. Kostnaðaráætlun
5. Myndir af fyrri verkum og /eða skissur (hámark 10). Allar myndir skulu vera vel merktar upplýsingum um verkið: stærð, miðill, titil og ár.

Sýningartillaga, yfirlýsing listamanns, ferilskrá, kostnaðaráætlun og listi/upplýsingar um myndir skulu vera hjálögð sem PDF- skjal í tölvupósti. Ljósmyndum af verkum má skila í sér PDF skjali.

Skjalið skal ekki vera stærra en 8 MB. Umsóknum í formi word skjala eða í tölvupósti án viðhengja verða ekki teknar til greina.

Fyrir tímatengd verk, myndbands eða hljóðverk skal setja inn hlekk sem leiðir beint inn á rétta slóð tengda VIMEO, youtube o.s.frv. Vinsamlegast sendið ekki myndbönd eða hljóðverk beint í tölvupósti; aðeins hlekki.

Umsóknir og allt efni sem þeim viðkemur, utan tímatengdra verka, skal vera sent í einum tölvupósti.

Vinsamlegast sendið allar umsóknir á applications(at)gamla.nylo.is

No responses yet

Fjáröflun og uppboð Nýlistasafnsins verða haldin í Safnahúsinu frá 19. – 23. nóvember

nóv 10 2014 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið eða Nýló er eitt af elstu listamannareknu söfnum í Evrópu og skipar einstakan sess sem menningarstofnun á Íslandi. Safnið er ekki rekið í hagnaðarskyni heldur í þágu framþróunar og varðveislu myndlistar hér á landi.

Nýló er sjálfseignarstofnun og í dag eru fulltrúar þess yfir 350 starfandi listamenn og einstaklingar sem vinna á mismunandi sviðum menningargeirans.

Nýlistasafnið hefur lengi verið miðstöð nýrra strauma og tilrauna í myndlist og hafa margar sýningar í Nýló markað tímamót í íslenskri listasögu.

Myndir, verk á uppboðinu
Til vinstri: Time /Pavillion II verk eftir Rúrí
Til hægri: Nordic Soap eftir Arnar Ásgeirsson

Nýló hefur oft þurft að flytja gegnum tíðina vegna óstöðugs leigumarkaðs og lítilla fjárráða. Fulltrúar Nýló ásamt fleiri listamönnum hafa nú gefið safninu listaverk til þess að fjármagna húsnæðisflutninga safnsins og koma fyrir í varanlegri aðstöðu.

Ýtið hér til að fara á heimasíðu uppboðsins eða á linkinn til hægri.

Fjáröflunin og uppboðið opnar með sýningu á verkunum í risi Safnahússins, Hverfisgötu 15, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 17:00

Nýló opnaði safnaheimkynni sín á dögunum í Völvufelli 13-21 þar sem safneigninni og heimilda-söfnunum hefur verið komið fyrir. Einnig hefur rýmið á efri hæð hússins, gamla bakaríið verið tímabundið leigt út, þar sem stjórn mun setja upp sýningar næsta árið á meðan leitað er að varanlegra sýningarými.

Nýlistasafnið var stofnað árið 1978 af framsæknu myndlistarfólki en kjarni þeirra hafði áður starfað innan SÚM hópsins. Nýló er listamannarekið sýningarrými og safn, vettvangur framsækinnar myndlistar, viðburða, umræðna og gjörninga.

Eitt af markmiðum Nýló er að halda utan um sögu myndlistar hér á landi og varðveita listaverk og heimildir sem tengjast frumkvöðlastarfi innan íslenskrar myndlistar.

Árið 2010 hlaut Nýlistasafnið Íslensku Safnaverðlaunin sem veitt eru annað hvert ár til safns sem þykir skara fram úr með starfsemi sinni.

No responses yet

Alfredo Cramerotti verður sýningarstjóri Sequences VII

nóv 07 2014 Published by under Uncategorized

Alfredo Cramerotti verður sýningarstjóri Sequences VII 2015

Alfredo Cramerotti hefur verið valinn til að sýningarstýra sjöundu Sequences myndlistarhátíðinni sem fram fer í Reykjavík dagana 10.-19. apríl 2015.

Sequences er metnaðarfullur, alþjóðlegur myndlistartvíæringur og er eina hátíðin á Íslandi sem sérhæfir sig í myndlist. Hátíðin hefur að markmiði að skapa vettvang fyrir framsækna myndlist með sérstaka áherslu á tímatengda miðla á borð við gerninga, hljóðlist og vídeólist og að þjóna fjölbreyttum hópi gesta og þátttakenda; listamanna, fagfólks og almennings.

Eftir mikla velgengni Sequences VI undir stjórn Markúsar Þórs Andréssonar var ákveðið að nýta áhrifamátt og kraft hátíðarinnar og leita út fyrir landsteinana að næsta sýningarstjóra.

Alfredo Cramerotti er reyndur sýningarstjóri og rithöfundur og hefur fengist við fjölbreytt verkefni á sviði myndlistar. Árið 2010 var hann einn sýningarstjóra evrópska samtímalista-tvíæringsins Manifesta 8 sem fram fór á Spáni, 2013 stýrði hann þjóðarskála Maldív-eyja sem og skála Wales á Feneyjatvíæringnum í myndlist og hlaut mikið lof fyrir og nú gegnir hann stöðu forstöðumanns MOSTYN, stærstu samtímaliststofnunar Wales. Edda Kristín Sigurjónsdóttir verður aðstoðarsýningarstjóri hátíðarinnar og Edda Halldórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hátíðarinnar.

Um 25 íslenskir og erlendir myndlistarmenn munu taka þátt í hátíðinni sem fer fram á sýningarstöðum víðs vegar um Reykjavíkurborg og í almenningsrýmum. Líkt og á síðustu Sequences-hátíð verður sérstök Utandagskrá kynnt samhliða aðaldagskránni þar sem listamönnum og sýningarstöðum gefst kostur á að standa fyrir sýningum og viðburðum en sú tilraun gafst vel á síðustu hátíð þar sem sýnd voru meðal annars verk Matthews Barney. Tekið verður á móti skráningum til Utandagskrár og verður hún auglýst sérstaklega síðar.

Sequences var haldin í fyrsta skiptið árið 2006 og hefur vaxið og dafnað síðan. Hátíðin er mikilvægur vettvangur fyrir myndlistarmenn og varpar ljósi á virka myndlistarsenuna hér á landi og á Reykjavík sem áhugaverðan áfangastað fyrir áhrifafólk í alþjóðlega listheiminum.

Frá upphafi var lagt upp með að Sequences væri í höndum myndlistarmanna og listamannarekinna stofnana og að þar ríkti andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, Nýlistasafnið og Kling & Bang gallerí eru aðstandendur hátíðarinnar.

Nánari upplýsingar veita :
Edda Halldórsdóttir 848 8351
Edda Kristín Sigurjónsdóttir 897 4062
seqeunces.is

No responses yet

Síðasta sýningarvika S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið)

ágú 21 2014 Published by under Uncategorized

Senn líður að lokum sýningarinnar S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið) í Árbæjarsafni.

Sýningin og samnefnt rit sem kom út samhliða opnunni, sækir innblástur í starfsemi sem átti sér stað í galleríi við Suðurgötu 7 í miðbæ Reykjavíkur á árunum 1977 til 1982. Starfseminni var haldið úti af ungu listafólki sem stóð að afkastamikilli sýningarstarfsemi sem og útgáfu tímaritsins Svart á hvítu. Um er að ræða tilraun til að rýna í sögu gallerísins og stöðu innan íslenskrar listasögu, ásamt því að setja það í samhengi við samtímamyndlist dagsins í dag.

Fjórum ungum listamönnum var boðið að vinna ný verk fyrir sýninguna. Listamennirnir Erla Silfá Þorgrímsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Sæmundur Þór Helgason og Styrmir Örn Guðmundsson vinna verk sín inn í marglaga sögu hússins, arkitektúr þess og safnafræðilegt samhengi. Einnig hafa verið valin verk sem kallast á við þá sögulegu sviðsetningu sem sett hefur verið upp í húsinu; þau eru eftir listamennina Önnu Hrund Másdóttur, Örnu Óttarsdóttur, Arnar Ásgeirsson og Leif Ými Eyjólfsson.

Útgáfan er fáanleg í safnbúð Árbæjarsafns og kostar 2500 krónur. Bókin inniheldur grein um sögu þessa merkilega listamannarekna rýmis eftir Heiðar Kára, sýningaryfirlit á fimm ára starfstíma gallerísins og fjölbreytt úrval mynda frá starfseminni. Þar að auki má finna í útgáfunni verk eftir listamennina og myndir af sýningunni S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið).
Sýningin S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið) stendur til 31 ágúst.

Lifandi spunatónlist fyrir málverk

Sunnudaginn 24. ágúst klukkan 16:00 munu ýmsir tónlistamenn flytja lifandi spuna tónlist fyrir gesti og gangandi í Lækjargötu á Árbæjarsafninu. Gjörningurinn er hluti af verki Hrafnhildar Helgadóttur sem er einn listamanna sýningarinnar S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið). Flutt verða málverk úr safneign Nýlistasafnsins eftir Árna Ingólfsson, Ástu Ólafsdóttur og Kees Visser.

Tónlistar gjörningurinn er í samstarfi við Úsland, sem hefur verið leiðandi í upptöku og útgáfu á spunatónlistar á Íslandi síðustu ár.

Aðgangur er ókeypis á sunnudaginn

Fyrir nánari upplýsingar;
http://uslandrecords.bandcamp.com/
www.hrafnhildurhelgadottir.info

No responses yet

Opnun S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið)

maí 27 2014 Published by under Uncategorized

Verið velkomin á opnun sýningarinnar í Árbæjarsafni, föstudaginn 30. maí kl. 17.

Erla Silfá Þorgrímsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Sæmundur Þór Helgason & Styrmir Örn Guðmundsson. Anna Hrund Másdóttir, Arna Óttarsdóttir, Arnar Ásgeirsson & Leifur Ýmir Eyjólfsson.

Sýningin og útgáfan, sem einnig verður fagnað sama dag, sækir efnivið og innblástur í starfsemi sem átti sér stað í galleríi við Suðurgötu 7, í miðbæ Reykjavíkur á árunum 1977 til 1982 í húsi sem nú stendur á Árbæjarsafni. Starfseminni var haldið úti af ungu listafólki sem stóð að afkastamikilli sýningarstarfsemi sem og útgáfu tímaritsins Svart á hvítu.

Nú hefur fjórum upprennandi listamönnum verið boðið að vinna ný verk fyrir sýninguna. Listamennirnir Erla Silfá Þorgrímsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Sæmundur Þór Helgason og Styrmir Örn Guðmundsson vinna verk sín inn í marglaga sögu hússins, arkitektúr þess og safnafræðilegt samhengi. Einnig hafa verið valin verk sem kallast á við þá sögulegu sviðsetningu sem sett hefur verið upp í húsinu; þau eru eftir listamennina Önnu Hrund Másdóttur, Örnu Óttarsdóttur, Arnar Ásgeirsson og Leif Ými Eyjólfsson.

Verkefnið leiðir saman tvær ólíkar stofnanir, Nýlistasafnið og Minjasafn Reykjavíkur. Í Nýlistasafninu er heimildasafn um listamannarekin rými. Þar á meðal er að finna heimildir tengdar Gallerí Suðurgötu 7, en þetta er í fyrsta sinn sem starfsemi þess er gerð skil með þessum hætti. Minjasafn Reykjavíkur varðveitir húsið sjálft, Suðurgötu 7, sem var flutt í heilu lagi á Árbæjarsafn árið 1983 og þar má kynna sér sögu þess framundir aldamótin 1900.

Sýningin stendur yfir frá 31. maí – 31. ágúst.

Verkefnið er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2014.

Sýningarstjórnun; Unnar Örn Jónsson & Heiðar Kári Rannversson

Verkefnastjórnun; Gunnhildur Hauksdóttir & Bergsveinn Þórsson

No responses yet

æ ofaní æ á Listahátíð í Reykjavík

maí 22 2014 Published by under Uncategorized

Fyrra framlag Nýlistasafnsins á Listahátíð í Reykjavík 2014 er sýningin og kvikmyndin æ ofaní æ. Á Listahátíð verður boðið upp á dagskrá að Skúlagötu 28, 101 Reykjavík og nýtt verk bætist við sýninguna.

Fimmtudagurinn 22. maí -5. júní Í tilefni af opnun Listahátíðar bætist nýtt verk eftir Hrein Friðfinnsson við sýninguna, videóverkið Lithlýðni, eða Correspondence in Red and Green. Þar fara Hreinn og Magnús Logi Kristinsson með aðalhlutverk í stuttri frásögn um samskipti manna á milli.

Laugardagurinn 31. maí kl. 17:00 Gjörningur Magnúsar Loga Kristinssonar ásamt dagskrá með nýjum vídeóverkum eftir Hrein Friðfinnsson. Magnús Logi er búsettur í Finnlandi og kemur sérstaklega til landsins af þessu tilefni.

Fimmtudagurinn 5. júní 20:00 Sýningarlok og sjónþing um kvikmynda- og sýningarverkefnið æ ofaní æ. Ingibjörg Magnadóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir og Huldar Breiðfjörð munu þar reifa hugleiðingar sínar um sýninguna, kvikmyndina og samtalið þar á milli

Kvikmyndin æ ofaní æ endurspeglar líf og list Hreins Friðfinnssonar, eins ástsælasta listamanns sinnar kynslóðar. Leikstjórarnir, Ragnheiður Gestsdóttir og Markús Þór Andrésson, fara óhefðbundna leið við gerð þessarar fimmtíu mínútna löngu myndar þar sem mörk veruleika og skáldskapar eru útmáð. Lykilverk af ferli listamannsins eru notuð sem burðarás í spennuþrunginni frásögn þar sem sannleiksleit vísindanna og sköpunarþrá listarinnar takast á. Kvikmyndin er til sýnis á klukkutíma fresti í sérrými í Nýlistasafninu, en í fremra rými er sýning á verkum Hreins.

Sýningin endurspeglar margslungnar tilraunir Hreins til að höndla hverfulleikann og fanga óendanleikann í tíma og rúmi. Á sýninguna eru valin bæði eldri verk sem ekki hafa komið fyrir sjónir almennings árum saman sem og þekkt verk af ferli listamannsins. Að auki verða til sýnis glæný verk úr smiðju hans sem sniðin eru að hinu sérstaka flísagólfi í Nýlistasafninu við Skúlagötu. Safnið leikur einnig stórt hlutverk í kvikmyndinni, enda var hluti hennar tekinn í geymslum þess.

Hin margrómaða finnska leikkona, Kati Outinen, er í hlutverki Aiku sem starfar á Rannsóknarstofu tímans. Hún hefur það verkefni að fylgjast með framvindu tilraunar þar sem tvíburabræður voru í æsku fluttir á ólíkar slóðir til þess að mæla framvindu tímans allt eftir nálægð við þyngdarafl Jarðar.

Magnús Logi Kristinsson túlkar þann bróður sem ólst upp hátt uppi í fjöllum Íslands en Hreinn Friðfinnsson sjálfur túlkar þann sem ólst upp niðri við sjávarmál í Amsterdam. Tilraunin fór langt fram úr væntingum, því að áratugir virðast skilja bræðurna að. Babb kemur í bátinn þegar Aika ákveður að stefna þeim saman í fyrsta sinn, enda er tíminn mikið ólíkindatól.

One response so far

Nýlistasafnið flytur safneign sína upp í efra Breiðholt

maí 21 2014 Published by under Uncategorized

Á nýlegum fundi fundi borgarráðs var tillaga að rammasamningi milli Nýló og borgar samþykkt. Samningurinn felur í sér tæplega 400m2 húsnæði í Völvufelli 13-21, 111 Reykjavík, fyrir starfsemi safneignarhluta Nýló.

Menningar og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar styrkir Nýló fyrir hluta af leigukostnaði og verða drög lögð að samstarfssamningi þessara aðila til fimm ára, með möguleika á framlengingu í önnur 5 ár á sömu leigukjörum.

Safnið mun geyma safneign sína, sem telur um 2.000 verk, ásamt heimildarsöfnunum í Völvufellinu Þar mun stjórn setja upp 2 sýningar með verkum úr safneign á ári, á haust og vormisseri. Ennfremur mun Nýló bjóða upp á leiðsagnir, fræðslu og rannsóknaraðstöðu er varða safneign og heimildarsöfn Nýló.

Þetta er visst skref fyrir Nýlistasafnið, að skipta starfseminni upp í sýningarými annars vegar og lifandi safneign hinsvegar. En jafnframt er safneignin fyrir löngu orðin að sjálfstæðu fyrirbæri innan Nýló og mun vafalaust hjálpa til og taka þátt í þeirri góðu uppbyggingu sem er nú í fullum gangi í Breiðholtinu.

Til að byrja með mun safnið hafa starfsmann í Völvufelli í hluta úr viku og eftir samkomulagi. Stjórn býst við að flytja safneign sína í lok maí mánaðar.

Leitin að húsnæði undir sýningarstarfsemina heldur áfram. Ekkert er í hendi en viðræður eru í gangi varðandi nokkra möguleika. Stjórn heldur áfram að vinna að fjáröflun fyrir húsnæði ásamt verkefnastjóra þessa framtaks, Kristínu Maríu Sigþórsdóttur. Fjáröflunin fer fram yfir sumarið og endar á lifandi uppboði í september með tilheyrandi sýningu á verkum listamanna sem styðja málefnið.

No responses yet

Nýr formaður stjórnar

mar 14 2014 Published by under Uncategorized

Þorgerður Ólafsdóttir var kjörin nýr formaður stjórnar á ársfundi Nýlistasafnsins 1. mars 2014. Þorgerður hefur undanfarin ár búið í Skotlandi þar sem hún lauk master í myndlist frá Glasgow School of Art vorið 2013.

Þorgerður útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur unnið að myndlist hér heima og erlendis síðan. Hún var annar stofnandi Crymo gallerís og hélt utan um sýningahald gallerísins framan af ásamt því að meðstýra bókinni Treystið okkur! Við erum myndlistarmenn, sem tók á grasrótarsenunni í Reykjavík eftir hrunið 2008.

 

Þorgerður var annar stjórnandi Sequences listahátíðar 2011 og hefur unnið að þróun hátíðarinnar síðan.
Hún heldur utan um sýningarverkefnið Staðir / Places á Vestfjörðum ásamt Evu Ísleifsdóttur.

No responses yet

æ ofaní æ

mar 10 2014 Published by under Uncategorized

Sýning á verkum Hreins Friðfinnssonar í sýningarstjórn Markúsar Þórs Andréssonar & Ragnheiðar Gestsdóttur. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík.

Á sýningunni verður kvikmynd frumsýnd sem á íslensku nefnist einnig æ ofaní æ. Myndin endurspeglar líf og list Hreins Friðfinnssonar, eins ástsælasta listamanns sinnar kynslóðar. Leikstjórarnir, Ragnheiður Gestsdóttir og Markús Þór Andrésson, fara óhefðbundna leið við gerð þessarar fimmtíu mínútna löngu myndar þar sem mörk veruleika og skáldskapar eru útmáð. Lykilverk af ferli listamannsins eru notuð sem burðarás í spennuþrunginni frásögn þar sem sannleiksleit vísindanna og sköpunarþrá listarinnar takast á. Kvikmyndin er til sýnis á klukkutíma fresti í sérrými í Nýlistasafninu en í fremra rými er sýning á verkum Hreins.

Sýningin endurspeglar margslungnar tilraunir Hreins Friðfinnssonar til að höndla hverfulleikann og fanga óendanleikann í tíma og rúmi. Á sýninguna eru valin bæði eldri verk sem ekki hafa komið fyrir sjónir almennings árum saman sem og þekkt verk af ferli listamannsins. Að auki verða til sýnis glæný verk úr smiðju hans sem sniðin eru að hinu sérstaka flísagólfi í Nýlistasafninu við Skúlagötu. Safnið leikur einnig stórt hlutverk í kvikmyndinni enda var hluti hennar tekin í geymslum þess.

Hin margrómaða finnska leikkona, Kati Outinen, er í hlutverki Aiku sem starfar á Rannsóknarstofu tímans. Hún hefur það verkefni að fylgjast með framvindu tilraunar þar sem tvíburabræður voru í æsku fluttir á ólíkar slóðir til þess að mæla framvindu tímans allt eftir nálægð við þyngdarafl Jarðar. Magnús Logi Kristinsson túlkar þann bróður sem ólst upp hátt uppi í fjöllum Íslands en Hreinn Friðfinnsson sjálfur túlkar þann sem ólst upp niðri við sjávarmál í Amsterdam. Tilraunin fór langt fram úr væntingum enda virðast áratugir skilja bræðurna að. Babb kemur í bátinn þegar Aika ákveður að stefna þeim saman í fyrsta sinn enda er tíminn mikið ólíkindatól.

No responses yet

« Prev

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

  • Nýlistasafnið
  • Marshallhúsið
  • Grandagarður 20
  • 101 Reykjavík
  • Ísland

Opnunartímar

  • mið til sun 12 – 18
  • lokað á mánudögum og þriðjudögum
  • Almenningssamgöngur

    • Strætó: 14
    • Stöð: Grandi

Hafðu samband

  • S: +354 551 4350
  • N: nylo(at)gamla.nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map